fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Íslendingar gera það gott í íbúðaskiptum – Fengu boð um skipti í Jerúsalem, Spáni, Frakklandi og Ítalíu á einum degi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. ágúst 2021 09:30

mynd/samsett Skjáskot af Home Exchange

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir Íslendingar eru nú með fasteignir sínar skráðar á vefsíðunni homeexchange.com. Home Exchange auglýsir sig sem millilið og leitarvél fyrir fólk sem vill skipta á heimilum sínum og heimilum fólk í fjarlægum löndum tímabundið.

Í leitarvél síðunnar koma 374 eignir upp ef slegið er inn „Iceland,“ og eru þær vítt og breitt um landið. All flestar eru að sjálfsögðu á höfuðborgarsvæðinu, en einnig má finna eignir á Snæfellsnesi, Akureyri og um gjörvalt Suðurlandið.

Greiða þarf meðlimagjald til þess að skrá eign sína á síðuna, og er því einungis um virka meðlimi að ræða. Fjölmargar aðrar vefsíður en homeexchange.com eru í boði og má því reikna með að enn fleiri eignir megi finna þar.

DV ræddi við hjón sem hafa verið með eign sína skráða á Home Exchange í nokkur ár. Þau bera því góða sögu að eiga íbúðaskipta við fólk.

„Við þurfum að skrifa undir samninga á víxl, um að við ábyrgjumst að halda heimilinu öruggu og slíkt,“ segja þau í samtali við DV. „Svo mælir vefsíðan með að fólk tali saman áður en lagst í ferðalagið. Til dæmis með myndsímtali.“ „Við fórum fyrst til Bandaríkjanna og þar tók á móti okkur fólk sem var með allt sitt á hreinu og hafði ferðast um heiminn með þessum hætti í mörg ár,“ útskýra þau. „Þegar við sögðum þeim að við værum að gera þetta í fyrsta skipti fóru þau með okkur í gegnum hvað þyrfti að hafa í huga. Allt gekk eins og í sögu.“

Hjónin segjast hafa sparað sér nokkur hundruð þúsund, hið minnsta, með þessum hætti, enda gisting oftast dýrasti hluti ferðarinnar. Sérstaklega ef börn eru með í ferðinni.

„Auðvitað þarf maður að hafa varann á, þar eins og allsstaðar annars staðar,“ segja þau þó. „Fólk fær review frá öðrum þegar það á í íbúðaskiptum og er gott að skoða þau. Almenn skynsemi þarf að ráða för, útskýra þau.

Aðrir sem DV ræddi við og eru með heimili sína skráða á Home Exchange segjast merkja aukinn áhuga á Íslandi nú þegar Covid faraldurinn er í rénum og ferðafrelsi að aukast á ný. Einn segist ekki hafa undan að afþakka tillögur að íbúðaskiptum og er allur gangur á því um hvaða tímabil ræðir og hvaðan fólkið er sem býður skiptin.

„Einn daginn fékk ég boð frá fólki í Jerúsalem, í Frakklandi á Spáni og Ítalíu á einum og sama deginum.“ Hann segist fyrir löngu vera búinn að uppfæra skráninguna sína og tekur hann þar fram að hann sé aðeins að leitast eftir skiptum um jólin, en það breytti engu. „Fólk er bara að drita á okkur beiðnum. Maður er vinsælasta stelpan á ballinu, greinilega.“

Inni á síðunni er hægt að skrá hvert einstaklingur vill fara og hvaða tímabil, og þá leita eftir íbúðum í svokallaðri „öfugri leit,“ þ.e. leita meðal fólks sem vill koma þangað sem þú átt íbúð skráða.

Ef slík leit er framkvæmd sést að 1.549 einstaklingar hafa skráð Ísland sem áfangastað sem áhugi er fyrir að heimsækja. Þær eignir má finna víða um heim, þó flestar í Evrópu og Norður Ameríku. Í Bandaríkjunum eru á boðstólnum íbúðir í New York, sveitasetur í Ohio, hestabúgarður í Kentucky, strandhús í Florida og margt fleira. Þá er eign að finna í Costa Rica, Puerto Rico, Kólumbíu og víðar. Í Evrópu eru jafnframt hundruð eignir skráðar lausar í skipti við Íslending.

Í Afríku væri hægt að athuga hvort að einstaklingar í Höfðaborg í Suður Afríku, Nairobi, Accra eða Uganda væru til í að eiga íbúðaskipti við einhvern á Íslandi.

„Það er alveg ljóst að Ísland er heitasti áfangastaðurinn í dag. Ég hef að minnsta kosti aldrei upplifað svona áhuga áður,“ segir viðmælandinn að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir