fbpx
Föstudagur 17.september 2021
Fókus

Edda Falak og Kristín Péturs grafa stríðsöxina og ræða málin – „Það hlakkaði í fólki yfir að við ættum í einhverju „beefi““

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 17. ágúst 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir mætti á dögunum í hlaðvarpsþátt Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur, Eigin Konur. Í þættinum fóru þær yfir gamalt „beef“, eins og þær kalla það, á milli þeirra, og grafa stríðsöxina.

Edda Falak, íþróttakona og áhrifavaldur, átti í stuttu en mjög opinberu sambandi með Brynjólfi Löve, áhrifavaldi. Brynjólfur, eða Binni Löve eins og hann er gjarnan kallaður, var áður í sambandi með Kristínu og eiga þau saman einn son.

Þau þrjú eiga það öll sameiginlegt að vera með mjög stóra fylgjendahópa á Instagram og vakti til að mynda samband Eddu og Binna mikla athygli í kjölfar sambandsslita Kristínar og Binna. Á bak við tjöldin virðist hafa verið eitthvað „beef“ á milli Kristínar og Eddu sem sneri meðal annars að myndbirtingum Eddu af syni Kristínar ásamt öðru sem þær fara ekkert sérstaklega í saumana á. Í þættinum ræða þær málin og eru báðar sammála um að samskiptaleysi hafi verið stórt vandamál.

„Við vorum aldrei að hafa samskipti,“ segir Edda.

„Þetta hefði aldrei verið svona ef [við hefðum tekið kaffi og rætt málin],“ segir Kristín Péturs.

Edda segir að henni þykir það að einhverju leyti hlutverk barnsföðurins að sjá til þess að samskipti séu góð og að hlutaðeigendum líði vel.

„Þetta var svo mikið óþarfa drama,“ segir Edda og Kristín er sammála.

Skjáskot úr þættinum. YouTube/Eigin Konur

Seinna í þættinum ræða þær um leiðindi milli þeirra á Twitter og Kristín segir að henni þykir erfitt að fá einhvern upp á móti sér því hún er svo mikill „people pleaser“ og hún viðurkennir að þetta geti verið kvíðavaldandi. „Allir að tala um þetta og tala við mann og segja alls konar hluti,“ segir Kristín.

„Það hlakkaði í fólki yfir að við ættum í einhverju „beefi.““

Sjá einnig: Edda segir að barnsmóðir fyrrverandi kærastans stingi vúdúdúkku í hennar líki – „Svo fucked up“

Edda tekur undir og bætir við að fólk var farið að hafa gaman af þessu. En í kjölfar Twitter-leiðindanna ræddu þær tvær saman og eru nú „orðnar góðar.“

„Ég held þetta hafi verið mest umtalaðasta slúðurdæmi í tvo þrjá mánuði,“ segir Edda og bætir við að fólk eigi að taka öllu svona slúðri sem það heyrir um áhrifavalda með fyrirvara.

Þátturinn er aðgengilegur áskrifendum á Patreon síðu Eigin Kvenna þar sem er hægt að horfa á nýju vinkonurnar ræða málin.

Smelltu hér fyrir Instagram-síðu Eigin Kvenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hatari fór á skeljarnar í Sky Lagoon – „Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman“

Hatari fór á skeljarnar í Sky Lagoon – „Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman“
Fókus
Fyrir 2 dögum

5 algengar ástæður fyrir minni kynhvöt kvenna

5 algengar ástæður fyrir minni kynhvöt kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kim Kardashian höfð að háði og spotti

Kim Kardashian höfð að háði og spotti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástæðan fyrir því að Megan Fox klæddist gegnsæja kjólnum – „Það sem þú vilt, pabbi!“

Ástæðan fyrir því að Megan Fox klæddist gegnsæja kjólnum – „Það sem þú vilt, pabbi!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Slagsmál á rauða dreglinum – Þurfti að stía Conor McGregor og MGK í sundur

Slagsmál á rauða dreglinum – Þurfti að stía Conor McGregor og MGK í sundur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga Dögg skrifar túrbók: „Ég er búin að taka fleiri klst af mér að setja upp álfabikar“

Sigga Dögg skrifar túrbók: „Ég er búin að taka fleiri klst af mér að setja upp álfabikar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nú steinhættir þú að fara í sturtu á hverjum degi

Nú steinhættir þú að fara í sturtu á hverjum degi