fbpx
Mánudagur 26.júlí 2021
Fókus

Svona hefndi hún sín þegar hún komst að þvi að eiginmaðurinn hafði barnað nágrannann

Fókus
Sunnudaginn 18. júlí 2021 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er aldrei skemmtilegt að komast að því að maki manns hafi verið ótrúr. Hvað þá að komast að því að viðhaldið býr bara í húsinu við hliðina. Svo maður tali nú ekki um ef makinn á von á barni með viðhaldinu.

Þessu lenti TikTok-notandinn Andrea Owen. Hún komst að því að eiginmaðurinn hafði haldið við nágrannann í næsta húsi í sjö mánuði og ekki nóg með það heldur hafði hann líka barnað hana.

Andrea ákvað því, eðlilega, að fara frá eiginmanninum. En fyrst vildi hún ná fram hefndum.

„Árið 2006 komst ég að því að eiginmaður minn hafði í sjö mánuði átt í ástarsambandi við nágranna okkar og hafði þar að auki barnað hana.

Svo ég sótti mér skæri og klippti klofið úr öllum nærbuxurnar hans, öllum stuttbuxunum og öllum buxunum.“

Andrea pakkaði svo í tösku og fór en áður en hún gerði það skildi hún eftir miða þar sem hún útskýrði það sem hún hafði gert.

„Fyrst þú getur ekki haldið delanum á þér í buxunum þá datt mér í hug að aðstoða þig aðeins.“

 

@heyandreaowenDo not do this at home. ##authorsoftiktok ##narcrecovery ##narcissistsurvivor ##narcissistabuse ##divorcedwomen ##crazystory ##mentalbreakdown♬ Gnarls Barkley Crazy Stephen Kramer Glickman – Gustavo Rocque

Fylgjendur Andreu tóku vel í þessa frumlegu hefndaraðgerð og deildu jafnvel sínum eigin.

„Ég skrúbbaði klósettið með tannburstanum hans og setti hann svo aftur á sinn stað. Svo tók ég fjarstýringuna með mér þegar ég fór svo hann gæti varið eilífðinni í að leita að henni.“ 

„Maðurinn minn hélt framhjá með konu sem hét Millie. Svo ég fyllti alla eldhússkápana af Aunt Millies spagetti sósunni“ 

„Góð! Ég pakkaði einum skó af hverju pari sem hann átti og einum sokk úr hverju pari. Ég ætlaði ekki að aðstoða hann við svikin“ 

„Ég brenndi öll föt eiginmanns míns“ 

„Ég hef gert þetta. Og skildi líka eftir öll ljós í gangi og loftræstinguna á fullu. Ástarsorg fær þig til að gera ruglaða hluti“ 

„Í fyrsta sinn sem minn fyrrverandi hélt framhjá mér þá klippti ég allt safnið hans af hljómsveitarbolum í litla búta og henti þeim út um svefnherbergisgluggann þegar hann kom heim“

„Ég komst að því að fyrrverandi eiginmaður minn var að halda framhjá mér svo ég setti augndropa í Gatorade-ið hans sem gaf honum pípandi niðurgang.“ 

„Ég eyðilagði rennilásinn á öllum buxum fyrrverandi eiginmannsins, jah reyndar öllum fötunum hans sem voru með rennilás.“ 

„Ég heyrði af einni sem setti laxerandi lyf í vöfflurnar hjá eiginmanninum og tók svo vatnið af húsinu svo það væri ekki hægt að sturta niður og tók líka allan klósettpappírinn. Allt út af því að hann hélt framhjá.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hollywood-stjörnur upplifðu Ísland óséðar

Hollywood-stjörnur upplifðu Ísland óséðar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gripu hann glóðvolgann: Kærastinn átti fleiri kærustur sem þær vissu ekki af – Málið tók óvænta stefnu

Gripu hann glóðvolgann: Kærastinn átti fleiri kærustur sem þær vissu ekki af – Málið tók óvænta stefnu