fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Fókus

Edda Falak lokaði Instagram-síðu sinni – Hakkarinn segist ekki þekkja hana

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 13:40

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna daga hefur Instagram-hakkarinn látið loka aðgöngum hjá helstu áhrifavöldum landsins. Til að mynda hefur Instagram-síðunum hjá áhrifavöldum eins og Birgittu Líf Björnsdóttur, Sunnevu Einarsdóttur og Kristínu Pétursdóttur verið lokað.

Íþróttakonan, aktívistinn og áhrifavaldurinn Edda Falak segir á Twitter-síðu sinni nú í dag að hún sé næsta fórnarlamb hakkarans. Hún segist hafa dregið þá ályktun að hakkarinn sé á eftir henni eftir að hann byrjaði að fylgja henni á Instagram. Þegar Instagram-síða hakkarans er skoðuð má þó sjá að núna fylgir hann aðeins einum aðgangi en það er aðgangur fjölmiðilsins Vísis. „Hann byrjaði bara að followa mig og eg deactivate-aði bara,“ segir Edda á Twitter.

DV hafði samband við hakkarann í kjölfar færslunnar sem Edda birti á Twitter. Hakkarinn segir í samtali við blaðamann að hann hafi ekki haft það í hyggju að loka aðgangi Eddu. „Ég þekki hana ekki,“ sagði hakkarinn í samtali við blaðamann.

Hakkarinnn ræddi við DV á dögunum um það hvers vegna hann væri að loka aðgöngunum hjá áhrifavöldunum. „Ég geri þetta ekki að neinni sérstakri ástæðu, þetta eru bara viðskipti. Ég vel þessa aðganga ekki, einhverjir finna mig og borga mér fyrir að loka þessum aðgöngum og ég geri það,“ segir hakkarinn en hann segist vera frá Tyrklandi.

 

Hann sendir skilaboð til þeirra sem „búa í litlum íbúðum“ og eru að berjast með áhrifavöldunum. „Ekki gleyma að þessum áhrifavöldum er alveg sama um ykkur. Þeir munu ekki fá aðgangana til baka ókeypis,“ segir hakkarinn en að hans sögn hefur hann verið að gera þetta í nokkur ár.

Sjá einnig: Instagram-hakkarinn í viðtali:„Ekki gleyma að þessum áhrifavöldum er alveg sama um ykkur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn
Fókus
Fyrir 1 viku

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“