fbpx
Þriðjudagur 03.ágúst 2021
Fókus

Fáránleg beiðni karlmanns fyrir fyrsta stefnumótið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 1. júlí 2021 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona deilir fáránlegri beiðni sem hún fékk frá karlmanni fyrir fyrsta stefnumótið. Sydney, frá South Carolina, deilir skjáskoti af samskiptum hennar og mannsins í myndbandi á TikTok.

Maðurinn spurði konuna um þyngd hennar. „Í fullri hreinskilni þá vil ég bara vera viss um að þú sért ekki stór. Ég þarf ekki fyrirsætu en ég vil bara ekki lenda í „catfish“ aftur.“

„Catfish“ er hugtak sem er notað til að lýsa því þegar aðili siglir undir fölsku flaggi á netinu. Maðurinn sem um ræðir er þá að vísa í að hann hefur „lent í því“ að kona sem hann hitti á stefnumóti var þyngri en hún virtist vera á netinu.

„Hvernig stór?“ Spurði Sydney.

„Alveg stór, stór,“ sagði maðurinn.

Á þessum tímapunkti ákvað Sydney að þetta væri komið gott og hún sagði honum að hún ætlaði að fara.

„Það er í lagi að þú sért [með þinn smekk] en til að vera hreinskilin þá er ég ekki stelpan fyrir þig,“ sagði hún.

„Hvað meinarðu? Ég þarf ekki fyrirsætu því ég er sjálfur þybbinn,“ sagði hann þá.

Sydney kvaddi þá manninn og lokaði á spjallið.

@sydneymwiesethis broke my heart 🙁 ##greenscreen ##fyp ##dontfatshame ##foryoupage ##boybye

♬ original sound – Williams Goldsmith

Hún deildi skjáskoti af samskiptunum á TikTok og hefur myndbandið vakið mikla athygli.

„Það er í lagi að vera með skoðanir en hvernig hann talaði um þetta var svo dónalegt,“ segir einn netverji.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ólöf kvaldist af sársauka 37 daga í röð og þurfti að kasta upp mörgum sinnum á dag – „Nú sit ég með tárin í augunum og spyr af hverju?“

Ólöf kvaldist af sársauka 37 daga í röð og þurfti að kasta upp mörgum sinnum á dag – „Nú sit ég með tárin í augunum og spyr af hverju?“
Fókus
Í gær

Piers Morgan með hótanir á Twitter – „Þau gera þetta lymskulega og halda að ég taki ekki eftir því en ég tek alltaf eftir því“

Piers Morgan með hótanir á Twitter – „Þau gera þetta lymskulega og halda að ég taki ekki eftir því en ég tek alltaf eftir því“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stjörnulögmaður gagnrýnir áhrifavalda og saknar áhrifa Þorgríms Þráins

Stjörnulögmaður gagnrýnir áhrifavalda og saknar áhrifa Þorgríms Þráins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þórunn Antonía átti að vera „í bikiní og sexí“ þegar hún var aðeins 15 ára gömul – „Það átti að gera mig að risapoppstjörnu“

Þórunn Antonía átti að vera „í bikiní og sexí“ þegar hún var aðeins 15 ára gömul – „Það átti að gera mig að risapoppstjörnu“