fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Karlkyns stripparar opna sig um dökku hliðar bransans

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 9. júní 2021 20:30

Zac og Connor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zac Smith, 27 ára, og Connor Stringer, 28 ára, opna sig á einlægan hátt um dökku hliðar stripparabransans. Þeir voru vanir að nota fíkniefni og áfengi til að kljást við neikvæðar afleiðingar starfsins. Í dag opna þeir sig um reynslu sína og hvetja aðra menn til að tala um vandamál sín og andlega heilsu.

Zac og Connor höfðu gaman af stripparalífsstílnum, að skemmta á hverju kvöldi og skemmta sér í leiðinni. En með hápunktunum komu óumflýjanlegu lápunktarnir og notuðu þeir kókaín og e-töflur til að þrauka.

„Ég elska vinnuna mína,“ segir Zac í samtali við Mirror. Zac er í sambúð með unnustu sinni, Beth.

„Ég er vel þjálfaður íþróttamaður og fæ virkilega vel borgað fyrir að afklæðast.“

Zac og Connor voru í strippteyminu Dreamboys. „Við vorum á sviðinu að dansa og skemmta fólki alveg svakalega í tvo tíma. En að koma niður af þessu adrenalíntrippi þá duttum við í það á hverju kvöldi. Fórum út að skemmta okkur eftir sýninguna,“ segir Zac.

Mynd: PA REAL LIFE – DREAMBOYS

En hann hefur breytt lífsstíl sínum og breiðir út boðskapnum með Connor. „Það er erfitt fyrir karlmenn að tala um tilfinningar og við viljum hvetja þá til þess.“

Zac og Connor segja að þeir hefðu leitað til áfengis og vímuefna til að kljást við stress. „Iðnaðurinn er mjög upp og niður. Eina mínútuna er ég á sviði við hliðina á Hugh Jackman og er að koma fram á Brit Awards og næstu mínútuna hef ég ekki efni á mat,“ segir Zac.

„Þegar við vorum að vinna fórum við út að skemmta okkur í kjölfarið, okkur var boðið á VIP-svæði á skemmistöðum og fengum helling af áfengi. En við vorum líka að æfa svo mikið, verandi íþróttamenn eru líkamar okkar svo mikilvægir.“

Connor lýsir nokkrum ógnvekjandi áhrifum lífsstílsins. „Þetta varð mjög slæmt og á tímum var ég að upplifa ofsóknaræði og geðveiki af völdum kókaínsneyslu og síðan svefnlömun og svefnleysi.“

Það var ekki fyrr en kórónuveirufaraldurinn skall á og þeir gátu ekki komið fram lengur sem þeir settust niður til að ræða lífsstílinn og hvaða áhrif hann hefði á þá. Nú vonast þeir til að hjálpa öðrum karlmönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?