fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Þórir kemur með sína punkta í kynlífsumræðuna – Kunni betur við fávisku og feimni – „Allt úir og grú­ir af mynd­um af hálf- og alls­beru fólki“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 21:00

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég var að byrja tán­ings­ár­in var held­ur lítið um kyn­fræðslu. Satt að segja var hún eng­in. Hvolpa­vitið hafði gert vart við sig og for­vitni um hið dul­ar­fulla kyn­líf var far­in að bæra á sér. Við strák­arn­ir rædd­um þessi mál og sög­ur og ágisk­an­ir voru marg­ar, en eðli­lega gat eng­inn talað af reynslu.“

Svona hefst pistill sem Þórir S. Gröndal, fyrr­ver­andi fisksali og ræðismaður í Am­er­íku, skrifar en pistillinn birtist í Morgunblaðinu í dag. Þórir heldur áfram að tala um forvitnina sína og félaga sinna á ungum aldri. „Ein­hverj­ir höfðu kom­ist yfir enskt nektartímarit þar sem mynd­ir voru af klæðlausu fólki. En gall­inn var bara sá, að búið var að þurrka yfir getnaðarfær­in og meira að segja geirvört­urn­ar líka. Við sáum bara mynd­ir af hóp­um af alls­beru kyn­færa­lausu fólki. En samt kitlaði það for­vitna dreng­hausa.“

Þórir segir að hann og félagar sínir hafi frétt af bónda sem keypti stóðhest en þeir fylgdust með kynlífi hestsins á bænum. „Við frétt­um að Jón bóndi úti á Nesi hefði fest kaup á vel ættuðum stóðhesti og fylgd­umst með því þegar menn komu með hryss­ur sínar í ástar­heim­sókn­ir til hans. Þá stukk­um við all­ir út á Nes til að verða vitni að at­höfn­un­um. Eft­ir á að hyggja má segja að við höf­um bara verið for­vitn­ir strák­ar í leit að kyn­fræðslu,“ segir hann.

„Vildi káfa á lær­un­um á okk­ur“

Á þessum tíma var næstum allt tal um kynferðismál forboðið samkvæmt Þóri. „Orðið nauðgun heyrðist varla, en af og til urðu óléttu­hneyksli hjá tán­ing­um og var um kennt bráðþroska krökk­um sem for­eldr­arn­ir höfðu ekki haft hem­il á,“ segir hann og talar svo um samkynhneigða menn.  „Svo var eitt leynd­ar­svið sem olli okk­ur heila­brot­um því við skild­um ekki al­menni­lega hvað var á ferli. Það voru homm­arn­ir. Í þá daga voru þeir all­ir vel læst­ir inni í sín­um skáp­um. Flest­ir þeirra bældu niður af­brigðilegu hvatirnar, kvænt­ust og eignuðust börn.“

Þórir segir að sumir af þessum mönnum hafi ekki getað setið á sér þegar þeir sáu sæta stráka. „Þeir klipu þá í háls­inn og döngluðu hend­inni í rass­inn á þeim,“ segir hann og nefnir svo alvarlegri hluti og dæmi sem hann lenti sjálfur í.

„Einn kenn­ari tók mig í einka­tíma þegar ég var ekki nema 10 ára og lét mig sitja í kjölt­unni á sér. Þótt ég skildi ekki hvað á gekk sagði ég frá því þegar heim kom og mamma hringdi í skóla­stjór­ann og einka­tím­arn­ir urðu ekki fleiri. Svo var at­vik í úti­legu hjá afar vin­sælu trú­ar­fé­lagi sem alþekkt var af fjór­um bók­stöf­um. Síðasta kvöldið kom einn hinna full­orðnu inn í tjaldið hjá mér og félaga mín­um. Hann vildi bara bjóða góða nótt sagði hann, en smeygði hend­inni ofan í svefn­pok­ana og vildi káfa á lær­un­um á okkur. Við slupp­um með skrekk­inn en fór­um ekki í fleiri úti­leg­ur.“

„Ekki fer sög­um af því hve mik­il ánægj­an var af kyn­líf­inu“

Þórir segir að lífið hafi gengið sinn gang en fyrr eða síðar hafi komið að eldskírninni, kynlífinu. „Auðvitað var það í kolniðamyrkri og maður hefði eins vel getað verið blind­ur. Þrátt fyr­ir sár­græti­lega fá­visku og fum og fát tókst fram­kvæmd­in að mestu leyti. Því má samt ekki neita að sú hugs­un lædd­ist að manni eft­ir á að þetta hefði ekki verið eins merki­legt og maður hafði bú­ist við. En áríðandi áfangi í líf­inu var það vissu­lega og nú var maður orðinn maður með mönn­um.“

Þrátt fyrir að kynfræðslan hafi verið af skornum skammti á þessum tíma hafði það ekki áhrif á því að finna lífsförunaut samkvæmt Þóri. „Þótt flest­ir af minni kyn­slóð hefðu liðið næst­um al­gjör­an skort á kyn­fræðslu tókst mikl­um meiri­hluta sam­ferðamanna minna og -kvenna að finna sér lífs­föru­naut og upp­fylla vænt­ing­ar með því að eign­ast börn og buru. Ekki fer sög­um af því hve mik­il ánægj­an var af kyn­líf­inu, en við verðum að reikna með því að hún hafi bara verið svona upp og niður. Mjög fáir vilja út­tala sig um það.“

„Unga Ísland verður nú spreng­lært í aðferðum og unaði kyn­lífs­ins“

Þórir segir að nú sé þetta allt saman búið að breytast. „Nú er öld­in önn­ur maður minn. Allt úir og grú­ir af mynd­um af hálf- og allsberu fólki. Og á þeim mynd­um hef­ir ekk­ert verið þurrkað út. All­ir strák­ar eiga snjallsíma og önn­ur tól þar sem þeir geta horft á arg­asta klám hvenær sem þeir vilja. Svo­leiðis klám heit­ir „pornograp­hy“ á ensku. Nú­tímastrák­ar á Íslandi þurfa ekki að hlaupa út á Nes til að sjá graðfol­ann hans Jóns at­hafna sig. Allt slíkt, og miklu meira, er í snjallsím­an­um í rassvas­an­um,“ segir hann í pistlinum.

„Þrátt fyr­ir að kyn­ferðis- og klám­mál­in ríði hús­um á Fróni les ég í Mogga að há­vær­ar radd­ir séu um það að ung­ling­ana vanti kynfræðslu. Einnig sé ég að svo­kallaðar kynja­kon­ur, sem sér­menntaðar eru í kyn­ferðismál­um, hafa verið að láta til sín taka. Koma þær fram í fjöl­miðlum og ræða þar op­in­skátt hluti og líf­færi sem hingað til hafa verið á huldu. Von­andi ber her­ferð þeirra ár­ang­ur og unga Ísland verður nú spreng­lært í aðferðum og unaði kyn­lífs­ins.“

Kunni betur við fávisku og feimni

Að lokum segir Þórir að hann kunni nú bara betur við fávisku og feimni liðinna tíma. Hann segir að það sé líka eitthvað svo fallegt við sakleysið. „Þá minn­ist ég sög­unn­ar af Gvendi og Siggu, sem voru kær­ustupar og ætluðu nú að ganga í það allra heil­ag­asta. Þau óku til fógeta og hann pússaði þau sam­an. Á leiðinni heim í Kópa­vog­inn lagði Gvend­ur hönd­ina á hné Siggu. Hún kímdi og sagði: „Þér er nú óhætt að fara lengra, Siggi minn, fyrst við erum nú gift.“ Og hann ók alla leið til Hafn­ar­fjarðar,“ segir hann.

Þórir botnar svo pistilinn með því að minna á gamalt orðtæki sem honum finnst eiga vel við málefnið. „Ekki er hægt að enda þetta spjall án þess að minna á að kyn­hvöt­in er afar sterkt og ráðandi afl í lífi manns­ins. Og mörg­um hef­ir það gert slæm­ar skrá­veif­ur. Ein­hvers staðar stend­ur skrifað: Þótt nátt­úr­an sé lam­in með lurki þá leit­ar hún út um síðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar