fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fókus

„Annað brjóstið mitt stækkaði aldrei“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 26. maí 2021 21:45

Myndir/Instagram/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rebecca Butcher, 23 ára, kölluð Becca, fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla, Poland‘s Syndrome, sem veldur því að annað brjóst hennar stækkaði ekki við kynþroska. Brjóst hennar eru því ósamhverf. „Hægra brjóst mitt er í skálastærð D og hitt er í A,“ segir Becca í nýlegum þætti af Shake My Beauty frá vefmiðlinum Truly.

Þó svo að Becca sé hamingjusöm í eigin líkama í dag þá hefur hún ekki alltaf verið það. Um tíma var hún svo óörugg vegna stærðarmunarins að hún forðaðist myndavélar og klæddist aðeins þykkum og víðum klæðnaði.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Rebecca Butcher (@beccabutcherx)

Becca segir að það sé mikill munur á því hvernig henni líður gagnvart sér núna og áður. Í dag er hún það sátt í eigin skinni að hún hafnaði boði um að koma í „lagfæringu“, henni að kostnaðarlausu. Hún vill sýna öðrum konum og ungum stelpum að það sé hægt að vera „hamingjusöm og með eitt brjóst.“

Þegar hún var að vaxa úr grasi leið henni eins og hún væri ein og þess vegna er hún að deila sinni reynslu. Hún heldur úti vinsælli Instagram-síðu og er hætt að fela sig á bak við víðar peysur. Hún vill að aðrar stelpur sem fæddust með sama fæðingargalla viti að þær séu ekki einar.

Horfðu á innslagið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

10 merki um að makinn sé að halda framhjá þér með samstarfsfélaga

10 merki um að makinn sé að halda framhjá þér með samstarfsfélaga
Fókus
Í gær

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hildur Kristín: Þarft ekki tíu skrefa morgunrútínu til að lifa góðu lífi

Hildur Kristín: Þarft ekki tíu skrefa morgunrútínu til að lifa góðu lífi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Konungsfjölskyldan brjáluð yfir teboði prinsessunnar

Konungsfjölskyldan brjáluð yfir teboði prinsessunnar