fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fókus

Birgitta opnaði dyrnar á B5 fyrir partý Áslaugar Örnu

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 22:00

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hélt Eurovision og prófkjörspartý á skemmtistaðnum B5 í kvöld.

Um þessar mundir sækist Áslaug eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og er því á fullu í prófkjörsbaráttu. Í kvöld hélt hún teiti með þeim sem hafa unnið með henni í þeirri baráttu.

Staðurinn sem varð fyrir valinu hefur vakið áhuga margra, en teitið fór fram á B5. Áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir keypti staðinn á dögunum, en hún deildi myndbandi frá vettvangi á Instagram.

B5 hefur síðustu ár verið einn allra vinsælasti skemmtistaðurinn í Reykjavík, en vegna heimsfaraldursins var honum lokað. Það breyttist þó með umræddum kaupum Birgittu, en hann hefur þó ekki verið opnaður almenningi aftur. Þó virðist vera sem Birgitta hafi opnað fyrir Áslaugu í kvöld.

Áslaug deildi myndbandi Birgittu á sína Instagram síðu og skrifaði:

„Gaman að fá boð að hitta ungt fólk og ræða pólitíkina.“

Hér má sjá skjáskot úr Instagram Story hjá Birgittu Líf.

Úr Instagram Story hjá Birgittu Líf
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppáhaldsmorgunmatur Díönu prinsessu slær í gegn

Uppáhaldsmorgunmatur Díönu prinsessu slær í gegn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilbúin að fórna öllu fyrir fimleikaþjálfara dótturinnar

Tilbúin að fórna öllu fyrir fimleikaþjálfara dótturinnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sögðu Súperman hafa breyst og ekki lengur myndarlegur – Aðdáendur segja samanburðinn ósanngjarnan

Sögðu Súperman hafa breyst og ekki lengur myndarlegur – Aðdáendur segja samanburðinn ósanngjarnan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tíu ástæður þess að þú ættir að fara út að hlaupa

Tíu ástæður þess að þú ættir að fara út að hlaupa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mikilvægt að þekkja líka fjármálahlið bransans: „Það má enginn vera svo örvæntingarfullur að skrifa undir fyrstu drög“

Mikilvægt að þekkja líka fjármálahlið bransans: „Það má enginn vera svo örvæntingarfullur að skrifa undir fyrstu drög“