fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

53 ára aldursmunur – Spurningin sem þau hata að heyra

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 19. maí 2021 09:00

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Hardwick var átján ára gamall og viðstaddur jarðaför þegar hann hitti „ástina í lífi“ sínu árið 2015. Almeda var þá 71 árs og var að syrgja son sinn, Robert.

Þrátt fyrir 53 ára aldursbil þá urðu þau ástfangin og giftust þremur vikum eftir fyrsta stefnumótið. Þau stunduðu kynlíf í fyrsta skipti brúðkaupsnóttina.

Nú eru liðin sex ár og eru þau enn jafn ástfangin. Þau hafa vakið mikla athygli fyrir myndbönd sín á TikTok en hafa einnig verið gagnrýnd fyrir að birta „of kynferðisleg“ myndbönd. TikTok hefur fjarlægt mörg myndbanda þeirra vegna þessa.

Gary fagnaði sambandsafmæli þeirra á dögunum og birti nokkrar myndir af þeim í gegnum árin í myndbandi á TikTok.

„Ég kynntist ástinni í lífi mínu þegar ég var átján ára og hún var 71 árs […] Það eru komin nær sex ár og ég verð ástfangnari með hverjum deginum,“ segir hann.

@_garyandalmeda_I forever cherish our love. ❤️💍 ##agegap ##agegapcouple ##agegaprelationship ##garyandalmeda ##loveislove ##beyou♬ original sound – Unhappy

Myndbandið vakti mikla athygli og fengu hjónin í kjölfarið fjölda spurninga um samband sitt. Gary svaraði nokkrum spurningum og viðurkenndi að ein þeirra færi verulega í taugarnar á honum.

Aðspurður hvernig hann myndi taka því ef Almeda myndi deyja sagði Gary: „Þetta er spurning sem við fáum að heyra frekar oft. Þetta er frekar skrýtin spurning […] Bara því einhver er eldri en þú og þú ert með þeirri manneskju, þá þýðir það ekki að hún muni deyja á undan. Ég gæti dáið á undan henni. Við vitum það ekki fyrir vissu að við fáum morgundaginn þannig þetta er ekki eitthvað sem ég hugsa um.“

Hjónin hafa nýlega stofnað OnlyFans síðu þar sem þau selja erótískt myndefni.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Gary & Almeda (@garyandalmeda)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt