fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Ástfanginn af náskyldri frænku og veit ekki hvernig hann á að segja fjölskyldunni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 14. maí 2021 22:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur karlmaður leitar til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun. Hann er í sambandi. En það er ekki vandamálið, heldur með hverjum hann er í sambandi.

„Ég er í sambandi með frænku minni en ég er hræddur við að skuldbinda mig henni ef fjölskyldan verður æf,“ segir hann.

„Þetta byrjaði sem eitthvað skemmtilegt eftir að ég og kærasta mín til sjö ára hættum saman. Ég og frænka mín höfum alltaf verið náin. Feður okkar eru bræður og sem börn eyddum við miklum tíma saman,“ segir hann í bréfi sínu til Dear Deidre.

Hún er 29 ára og hann er 31 árs.

„Eftir að kærasta mín hætti með mér þá bauð frænka mín mér út í drykki til að reyna að hressa mig við. Hvorugt okkar höndlar áfengi vel þannig við ákváðum að fara snemma heim áður en við urðum okkur til vandræða. Frænka mín var að daðra aðeins við mig á leiðinni heim, hún hrósaði mér fyrir útlit mitt og sagði að fyrrverandi mín hefði gert mistök að hætta með mér. Hún knúsaði mig við dyrnar og sagði aftur hversu frábær ég er. Mér hefur alltaf fundist hún heit, þannig ég kyssti hana. Hún kyssti mig til baka og þetta var mjög ástríðufullt. Við enduðum með að stunda kynlíf og það var frábært. Hún var mun öruggari í svefnherberginu en ég bjóst við og var ákveðin í því að láta mér líða vel.

Daginn eftir ákváðum við að þetta myndi aldrei gerast aftur. En í hvert skipti sem annað okkar fékk sér í glas, þá heyrðum við í hvort öðru og hittumst í lok kvölds.“

Maðurinn segir að þau hefðu ákveðið að vera „vinir með fríðindum.“

„Nokkrum vikum seinna sagðist hún bera tilfinningar til mín og mér leið eins. Nú höfum við verið saman í þrjú ár og höfum verið í sambúð, án þess að segja nokkrum, á meðan kórónuveirufaraldurinn hefur verið.“

Maðurinn segir að frænka hans sé tilbúin að segja fjölskyldu sinni sannleikann en hann er dauðhræddur um að segja sinni.

„Ég er viss um að þetta er ekki það sem mamma hefur í huga þegar hún talar um framtíðareiginkonu mína,“ segir hann.

Ekki ólöglegt í Bretlandi

Deidre svarar manninum. „Hver móðir er með hugmynd um hvað hún vill fyrir barnið sitt, en þetta er þín ákvörðun. Þú ert ekki að gera neitt rangt með því að vera í sambandi með frænku þinni. Í Bretlandi er löglegt að eiga í rómantísku sambandi og giftast frændfólki. En því miður þýður það ekki að fjölskylda þín muni samþykkja það.

Vertu hreinskilinn. Viðbrögð þeirra munu aðeins fara versnandi með tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát