fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Sjáðu brot úr fyrstu æfingu Daða og Gagnamagnsins – „Gæsahúð, ó Jesús“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 10. maí 2021 15:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eurovisionkeppnin er í næstu viku og þar mun Daði ásamt Gagnamagninu stíga á svið í síðari undankeppninni í Rotterdam Hollandi.

Æfingar eru nú hafnar og rétt í þessu steig Daði á svið í fyrsta sinn. Að vanda birta aðstandendur keppninnar brot úr æfingunni svo hægt er að fá smjörþefinn af því hvernig þetta mun líta út á sjálfan keppnisdaginn.

Æfingin hjá Daða átti að hefjast klukkan 14:00 en seinkaði um tuttugu mínútur. Blaðamenn félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES, lýstu fyrstu æfingunni í beinni útsendingu á Facebook síðu sinni og gátu varla hamið sig af gleði.

Hér má sjá brot af upphrópunum þeirra á meðan á æfingunni stóð:

„Gæsahúð, ó Jesús“ 

„Það eru ný múv, það eru pósur“

„Glæný hljóðfæri“ 

„Sérðu vísunina í Pollapönk?“ 

„Regnbogi og einhyrningur!“ 

„Það er búið að búa til áhorfendur í bíósal og þau eru öll með gagnamagnsandlitin“ 

„Nei þetta er gagna-magnað, eins og einhver sagði“ 

Þau sögðu líka að á blaðamannaspjallinu, þar sem blaðamenn sem eru að fylgjast með æfingunum tala saman hafi viðbrögðin verið frábær. Meðal annars sagði einn „Winner-alert“ eða varúð hér er sigurvegarinn.

Sem stendur er Íslandi spáð sjötta sæti í keppninni í veðbönkum sem verður að teljast ágætis staða. Allt getur breyst mjög hratt í Eurovision-heiminum og hefur sviðsetning og frammistaða á æfingum mikið að segja. Því verður áhugavert að kíkja í veðbankana síðar í kvöld eða í fyrramálið og sjá hvaða áhrif æfingin hefur haft. Strax þegar þessi frétt er rituð er Ísland komið með grænan stuðul inn á Eurovision Odds sem þýðir að við séum að hækka frekar en lækka.

„Við getum svo sannarlega verið stolt af þeim,“ sögðu Fáses liðar og gáfu æfingunni 12 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Í gær

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig