fbpx
Föstudagur 23.júlí 2021
Fókus

„Þegar Bjarni Dagur segir að það sé ódýrt, þá er það ódýrt“

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 19:30

Bjarni Dagur er aftur farin að lesa fregnir af tilboðum. Mynd: Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Dagur Jónsson fyrrum dagskrárgerðar- og markaðsmaður er kannski ekki nafn sem allir þekkja þó röddin sé kunnugleg. Bjarni Dagur starfaði lengi í útvarpi en rödd hans er þó líklega þekktust sem Bónus-röddin en hann las útvarpsauglýsingar fyrir sparsama Grísinn í hart nær 14 ár eða til ársins 2019 þegar ákveðið var að skipta um lesara og Bjarni hætti í auglýsingabransanum. Nú hafa orðið nýjar vendingar í máli og er Bjarni risinn upp úr helgum stein.

Bjarni Dagur söðlaði þá um og fór í leiðsögumannanám í HÍ og starfaði sem leiðsögumaður í nokkur ár.

„Þetta var erfið vinna að keyra rútu og tala. Þetta er kallað að vera „driving guide“ þá ertu bílstjóri og leiðsögumaður í senn, sem talar og ekur langferðabílnum. Þetta er ekki fyrir fullorðið fólk svo ég ákvað að hætta. Ég hafði þá kynnst yndislegri konu á Selfossi og flutti þangað til hennar. Selfoss-city eins og ég kalla Selfoss – hér er allt sem ég þarf. Þetta er ægilega góður staður, fínir veitingastaðir og allt sem er í höfuðborginni,“ segir Bjarni léttur í lund.

Elskar kaffivélina 

Glöggir hlustendur útvarps hafa líklega tekið eftir að Bjarni Dagur er nú mættur aftur á stjá og lofar góðum verðum en nú í nafni Heimkaupa. „Svo var hringt í mig fyrir skemmstu og spurt hvort ég vildi lesa inn á auglýsinga fyrir Heimkaup og ég sagði já við því. Ég hef líka verið að lesa fyrir verslunina Tölvutek. Það eru einhverjir sem vilja hafa röddina mína í tilkynningum og mér finnst það bara gaman.“

Bjarni Dagur les nú reglulega fyrir landsmenn: „Heimkaup býður gott úrval, einstakt verð – og þú færð vörurnar sendar heim að dyrum!“

Þá tekur annar þulur við og les: „Þegar Bjarni Dagur segir að það sé ódýrt, þá er það ódýrt.“

Er þar vísað í gömlu auglýsingarnar þar sem Bjarni lofaði besta verðinu og engu bruðli þegar hann las útvarpsauglýsingar fyrir Bónus.  Bjarni hlær og segir auglýsinguna bara vera skemmtilega og sjálfur sé hann nokkuð hagsýnn þó hann leyfi sér stundum að kaupa dýra hluti. „Ég keypti mér til dæmis dýra kaffivél en hún endist og endist og kaffið er æðislegt. Ítölsk vél sem malar baunir í hvern bolla. Kærastan mín er mjög hrifin af vélinni og ég flutti hana með mér. Þetta er eðalkaffivél,“ segir Bjarni sem er í óðaönn að þrífa þessa forláta ítölsku kaffivél, alsæll á Selfossi.

Bjarna er margt lista lagt. Mynd: Aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hann fór inn í svefnherbergi mömmu sinnar – „Ég get ekki horft í augun á henni“

Fékk áfall þegar hann fór inn í svefnherbergi mömmu sinnar – „Ég get ekki horft í augun á henni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona gæti andlitið á þér verið að gefa vísbendingu um að þú sért til í skyndikynni

Svona gæti andlitið á þér verið að gefa vísbendingu um að þú sért til í skyndikynni