fbpx
Miðvikudagur 14.apríl 2021
Fókus

„Brennið húsin ykkar“ segir Veðurstofan

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 22:30

Frá gossvæðinu í Geldingadal. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá Veðurstofu Íslands er fylgst grannt með eldgosinu í Geldingadölum og í gærkvöldi birti hún tilkynningu um að gasspá sýndi mökkinn frá gosinu fara yfir Voga á Vatnsleysuströnd og þar mælist mengun. Til að forðast að mengun berist inn í hús kom þar einnig fram: „Íbúar eru hvattir til að loka gluggum og kynda húsin sín.“

Það eru þó ekki bara þeir sem eru læsir á íslensku sem fylgjast með tilkynningum frá Veðurstofunni. Í Facebookhópnum Away from Home – Living in Iceland sköpuðust skemmtilegar umræður í gærkvöldi eftir að Thejus BV, doktorsnemi í lífeindafræði við Háskóla Íslands, hafði þegið aðstoð Facebook  við að snara tilkynningu Veðurstofunnar yfir á ensku.

Þá vildi þó ekki betur til en svo að hvatning til fólks um að kynda húsin varð svohljóðandi: „Residents are encouraged to close windows and burn their houses“ sem á íslensku myndi útleggjast sem hvatning til  þess að brenna heimili sín.

Sem betur fer virtist öllum ljóst að þarna væri meinleg þýðingarvilla á ferðinni. Hið minnsta hafa ekki borist fregnir af neinum húsum sem fólk hefur kveikt í til að halda gasmenguninni í burtu.

Skjáskot sem Thejus BV tók og deildi með hópnum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hin mörgu andlit Khloé Kardashian í gegnum árin

Hin mörgu andlit Khloé Kardashian í gegnum árin
Fókus
Í gær

Mynd af augnablikinu þegar Elísabet Bretadrottning sá Filippus prins í fyrsta skipti

Mynd af augnablikinu þegar Elísabet Bretadrottning sá Filippus prins í fyrsta skipti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erfitt líf á Tenerife – Kynfræðslan kennd í heimaskóla

Erfitt líf á Tenerife – Kynfræðslan kennd í heimaskóla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hildur Sverris um frjósemismál og hvaða upplýsingar hún vill að allar konur hafi

Hildur Sverris um frjósemismál og hvaða upplýsingar hún vill að allar konur hafi
Fókus
Fyrir 3 dögum

7 ástæður fyrir því að konur fá ekki fullnægingu

7 ástæður fyrir því að konur fá ekki fullnægingu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórunn segir ættleiðinguna vera besta ákvörðun lífs síns – Sá dóttur sína og hugsaði „Þarna er hún komin“

Þórunn segir ættleiðinguna vera besta ákvörðun lífs síns – Sá dóttur sína og hugsaði „Þarna er hún komin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rapparinn DMX látinn – „Baráttumaður sem barðist allt til enda“

Rapparinn DMX látinn – „Baráttumaður sem barðist allt til enda“