fbpx
Laugardagur 31.janúar 2026
Fókus

Coocoo’s Nest hippsterar selja Bohoslot í miðbænum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Íris Ann Sigurðardóttir ljósmyndari og Lucas Keller matreiðslumaður, eigendur The Coo Coo’s Nest og blómabarsins Lúnú Flórens hafa sett heimili sitt á sölu. Heimili þeirra er litríkt og lifandi eins og þau sjálf.

Plöntur og listaverk eru áberandi á heimilinu sem er ekki að undra þar sem þau eru reglulega með listasýningar á The CooCoo’s Nest og reka einning blómabarin Lúnu Flórens þar sem fást heilsusafar og litríkir kokteilar í bland við plöntur, bækur, ilmkerti og kristalla.

Íbúðin er staðsett á besta stað í bænum á Vesturgötu, steinsnar frá Grandanum, rétt við bakaríið Brikk og ská á móti J-L húsinu. Íris og Lucas keyptu íðuðina af tónlistarmanninum Jóni Jónssyni og eiginkonu hans Hafdísi Björk Jónsdóttur en þau bjuggu þó aldrei í íbúðinni.

Hjónin eru mikið gourmet-fólk og tóku eldhúsið í gegn fyrir tveimur árum sem er opið og bjart með flotuðum vegg og gólfi. Íbúðin er er 91 fermeter og er ásett verð 51,9 milljónir.
Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjörnukokkurinn breytti algjörlega um útlit og fólk er agndofa – „Ég sagði: Mamma, þetta er ég“

Stjörnukokkurinn breytti algjörlega um útlit og fólk er agndofa – „Ég sagði: Mamma, þetta er ég“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Galdrakarlinn í Oz – Ævintýrið lifnar við með stórfenglegum og skemmtilegum hætti

Galdrakarlinn í Oz – Ævintýrið lifnar við með stórfenglegum og skemmtilegum hætti
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stórleikararnir ýta enn á ný undir slúðursöguna – „Ó, Woody, ég þekkti… föður þinn“

Stórleikararnir ýta enn á ný undir slúðursöguna – „Ó, Woody, ég þekkti… föður þinn“
Fókus
Fyrir 1 viku

Saga var ekki viss hvort hún ætti að fara á stefnumótið en hugsaði: „Hann er klámstjarna, ég verð eiginlega að prófa einu sinni“

Saga var ekki viss hvort hún ætti að fara á stefnumótið en hugsaði: „Hann er klámstjarna, ég verð eiginlega að prófa einu sinni“