fbpx
Föstudagur 07.maí 2021
Fókus

Hollywood ætlar að endurgera Óskarsmynd Mads Mikkelsen – DiCaprio í aðalhlutverki

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétturinn á endurgerð af kvikmynd Thomas Vinterberg, Druk, hefur verið seldur til framleiðanda í Hollywood. Deadline greinir frá.

Barist var um réttinn á uppboði en fyrirtækið Appian Way, fyrirtæki Leonardo DiCaprio, vann það að lokum og er hann talinn ætla að fara með hlutverk Martin í endurgerðinni. Hinn sjóðheiti Mads Mikkelsen fór með hlutverk hans í upprunalegu útgáfunni sem kom út í fyrra og fékk hann mikið lof fyrir leik sinn.

Myndin fékk Óskarsverðlaun í ár fyrir bestu erlendu kvikmyndina og var Vinterberg tilnefndur sem besti leikstjórinn. Þegar Vinterberg tók við verðlaununum tileinkaði hann þeim dóttur sinni sem lést í bílslysi stuttu eftir að tökur á kvikmyndinni hófust.

Vinterberg er sagður hafa selt réttinn til fyrirtækis DiCaprio vegna þess að hann vildi sjá hvernig leikarinn myndi bera sig í aðalhlutverki sem þunglyndur, miðaldra kennari sem er í tilvistarkreppu.

Myndin er enn í sýningu hér á landi en hægt er að sjá hana í Bíó Paradís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Húsmæðraorlof Camillu gerði allt vitlaust – „Veistu hvað, nú þarft þú að fara að passa þig“

Húsmæðraorlof Camillu gerði allt vitlaust – „Veistu hvað, nú þarft þú að fara að passa þig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Manuelu fékk Gucci-veislu og stórkostlegan leynigest – „Andlitið á henni þegar hann labbaði inn“

Dóttir Manuelu fékk Gucci-veislu og stórkostlegan leynigest – „Andlitið á henni þegar hann labbaði inn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu hvernig Ben Affleck brást við höfnun á stefnumótasíðu fræga og fallega fólksins

Sjáðu hvernig Ben Affleck brást við höfnun á stefnumótasíðu fræga og fallega fólksins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilkynnti um hvarf kærastans – Lögreglan sagði að hann væri ekki til

Tilkynnti um hvarf kærastans – Lögreglan sagði að hann væri ekki til
Fókus
Fyrir 4 dögum

Upprisa og fall alræmda glaumgosans

Upprisa og fall alræmda glaumgosans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ég held stundum að ég sé í ofbeldissambandi – Verð ég að skilja?

Ég held stundum að ég sé í ofbeldissambandi – Verð ég að skilja?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stripparar deila villtum leyndarmálum og sögum úr starfinu

Stripparar deila villtum leyndarmálum og sögum úr starfinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Blóðugt umsáturseinelti – Lögreglan hunsaði hana þar til það var orðið of seint

Blóðugt umsáturseinelti – Lögreglan hunsaði hana þar til það var orðið of seint