fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Uppáhalds Facebookhópar Sigurborgar – „Nektarstytta sem er líka öskubakki, hver hendir svoleiðis?“

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 22. apríl 2021 12:30

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, notar reglulega Facebook eins og við hin. Hún aðhyllist bíllausan lífsstíl og sést gjarnan á veturna ganga í vinnuna í Kraft-galla. Hún leggur áherslur á umhverfisvernd og endurnýtingu, og er menntaður landslagsarkítekt. Þetta endurspeglast allt í uppáhalds Facebookhópum Sigurborgar.

Úr Facebookhópnum Hver hendir svona?
  1. Hver hendir svona?
    Stórkostleg grúppa þar sem fólk póstar myndum af vönduðum gripum sem það finnur á nytjamörkuðum. Gripum sem eru greinilega hátindur mannlegrar sköpunar. Nektarstytta sem er líka öskubakki, hver hendir svoleiðis?

    Úr hópnum Hlíðar – besta hverfið!

    4. Allar hverfisgrúppur
    Inná öllum hverfisgrúppum borgarinnar er að finna mikið úrval mynda af grunsamlegum mönnum sem ganga um borgina, sem og nærmyndir af hundaskít í öllum stærðum og gerðum. Svona myndir eru eitthvað sem við þurfum öll á að halda og lífga virkilega uppá annars gráan hversdagsleikann.

    3. Einkabílahatrið
    Þessi einstaka grúppa er uppfull af faglegri umræðu þar sem hver miðaldra hvíti karlmaðurinn er sérfróðari en sá næsti. Ég hef þó sérstaklega verið þakklát fyrir þá vönduðu gagnrýni sem ég fæ þar fyrir það að vera gift manni sem eitt sinn var formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Því að sjálfsögðu er það hann sem hugsar fyrir mig. Ég er bara kona og get jú ómögulega tekið sjálfstæðar ákvarðanir.

    Þessi sæti hvolpur ætti vel heima í hópnum Spottaði typpi.

    2. Spottaði typpi
    Þessi grúppa virkilega opnaði augun mín fyrir öllu því fallega sem er að finna í byggðu umhverfi. Hvort sem um er að ræða glæsilegar byggingar eða gatnahönnun, allsstaðar er hægt að spotta typpi. Já og líka í þessum hversdagslegum hlutum líkt og Haribo nammi eða kaktusum.

    1. Samtök um bíllausan lífsstíl
    Að allri kaldhæðni slepptri er þetta eina grúppan þar sem vitrænar umræður um samgöngur eiga sér stað. Stundum heldur kona að hún sé alveg úti að aka með ákvarðanir um hraðalækkun í borginni, fjölgun göngugatna og uppbyggingu Borgarlínu. Þá er gott að hafa þessu grúppu sem innri áttavita sem hjálpar til við að rétta af umræðuna hér á landi, umræðu þar sem fámennasti hópurinn er sá háværasti og fólk í forréttindastöðu fá meira pláss en annað fólk í samfélaginu. Mæli eindregið, og án kaldhæðni, með þessari grúppu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð