fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fókus

Guðjón bjó til jarðskjálftaorgel úr kristalsglösum – Sjáðu myndbandið

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 16:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Þór Pétursson býr í Skipholtinu og hefur þurft að finna fyrir reiði Jarðarinnar síðustu daga eins og flest allir á höfuðborgarsvæðinu. Eiginkona Guðjóns var virkilega hrædd við skjálftana og vildi Guðjón aðeins púkast í henni, eins og hann orðar það.

Blaðamaður DV hafði samband við Guðjón og ræddi við hann um málið. Hann segist hafa stillt upp kristalsglösum á Ikea-mottum, en þegar jarðskjálftarnir koma klingja glösin skemmtilega. Þetta gerði hann til að hrekkja konuna sína, en það gekk ekki því hún er alveg rosalega ánægð með þetta uppátæki Guðjóns. Nú getur hún ekki beðið eftir næsta skjálfta.

Guðjón segir glösin syngja í öllum skjálftum yfir 2,5 að stærð. Skjálftinn sem heyrist í hér fyrir neðan í myndbandinu var þrír að stærð. Þau hjónin hafa stundum vaknað á næturnar en Guðjón segist ekki tíma því að taka glösin niður. Það sé ekki þess virði.

„Ég gæti sett mismunandi magn af rauðvíni í glösin og reynt að semja sinfóníu á þessu,“ segir Guðjón glaðlegur en þetta er í fyrsta sinn sem Guðjón setur upp svona jarðskjálftaorgel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona notar þú kjöthitamæli rétt

Svona notar þú kjöthitamæli rétt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Norðmenn ofmeta eigið mikilvægi – „Halda að heimurinn snúist um nokkra bændur í Skandinavíu“

Segir Norðmenn ofmeta eigið mikilvægi – „Halda að heimurinn snúist um nokkra bændur í Skandinavíu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rak starfsmann sem hafði þetta að segja um eiginmann hennar: Var hún að ljúga eða afhjúpa sannleikann?

Rak starfsmann sem hafði þetta að segja um eiginmann hennar: Var hún að ljúga eða afhjúpa sannleikann?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlarðu að taka mataræðið í gegn í janúar? Passaðu þig að gera ekki þessi mistök

Ætlarðu að taka mataræðið í gegn í janúar? Passaðu þig að gera ekki þessi mistök
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvað er besta áramótaskaupslagið?

Hvað er besta áramótaskaupslagið?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bestu lög ársins að mati Bigga Maus – „Þetta var stórkostlegt ár í íslenskri tónlist“

Bestu lög ársins að mati Bigga Maus – „Þetta var stórkostlegt ár í íslenskri tónlist“