fbpx
Föstudagur 17.september 2021
Fókus

Samstarfskonur uppgötva að þær eru líffræðilegar systur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 3. mars 2021 11:30

Julie og Cassandra. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Julie Tinetti og Cassandra Madison byrjuðu að vinna saman á bar í Connetcticut árið 2013 náðu þær strax vel saman. Julie, 31 árs, og Cassandra, 32 ára, tengdust sterkum böndum, ekki bara af því þær eru ótrúlega líkar heldur einnig vegna þess að þær bera báðar húðflúr sem sýnir fána Dóminíska lýðveldisins. Báðar fengu sér húðflúrið til að heiðra upprunaland sitt, en þær voru báðar ættleiddar til Bandaríkjanna frá Dóminíska lýðveldinu sem börn.

Strax í upphafi vináttu þeirra báru þær saman ættleiðingaskjöl en urðu fyrir vonbrigðum þegar þær sáu að upplýsingarnar stemmdu ekki. „Samkvæmt skjölunum vorum við ættleiddar hvor frá sinni borginni og nafn móður okkar var ekki það sama,“ segir Julie við Good Morning America.

Julie og Cassandra voru vinkonur í mörg ár þar til þær komust að sannleikanum.

Bestu vinkonur

Eins og fyrr segir náðu Julie og Cassandra vel saman. Þær urðu fljótt bestu vinkonur, byrjuðu að klæða sig eins og skemmtu sér konunglega saman. Þær héldu vinskap þó þær hættu að vinna saman.

Fyrir tveimur árum byrjaði Cassandra að leita að líffræðilegri fjölskyldu sinni og fann líffræðilegan föður sinn, Adriano Luna Collado, í gegnum 23andMe DNA-próf. Því miður lést líffræðileg móðir Cassöndru, Yulianna Collado, árið 2015.

Cassandra komst að því að hún ætti fimm líffræðileg systkini í Dóminíska lýðveldinu. En það var ekki fyrr en snemma á þessu ári sem faðir hennar viðurkenndi að hún ætti aðra systur sem hafði einnig verið ættleidd til Bandaríkjanna.

Julie og Cassandra.

Óvænt vending

Æskuvinkona Cassöndru, Molly Sapadin, var líka ættleidd frá Dóminíska lýðveldinu sem barn og eru mikil líkindi á milli þeirra. Þegar þær báru saman ættleiðingaskjöl kom í ljós að þær væru með sama eftirnafnið og móðir Molly hét einnig Yulianna. Cassandra hélt að hún hefði fundið systur sína, en DNA-próf leiddi í ljós að þær væru frænkur, ekki systur.

Á þessum tímapunkti ákvað Cassandra að það væri kominn tími til að hún og Julie færu í DNA-próf. Þá fengu þær loks staðfestingu á því sem þær hafði grunað, þær voru systur.

Julie og Molly voru ættleiddar sama dag og þær halda að ættleiðingaskjölum þeirra hafi verið ruglað saman af yfirvöldum.

Faðir þeirra sagði þeim ástæðuna fyrir því að þær voru gefnar til ættleiðingar, bróðir þeirra hafði verið alvarlega veikur og fjölskyldan fátæk.

„Þau gátu ekki séð fyrir okkur,“ sagði Julie við Good Morning America. „Ég fæddist sautján mánuðum seinna og þau voru ekki tilbúin.“

„Við erum ekki vonsviknar út í líffræðilega foreldra okkar. Við skiljum að þau gerðu það sem þau gátu,“ sagði Cassandra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kim Kardashian fjarlægði loksins grímuna í eftirpartýinu

Kim Kardashian fjarlægði loksins grímuna í eftirpartýinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hatari fór á skeljarnar í Sky Lagoon – „Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman“

Hatari fór á skeljarnar í Sky Lagoon – „Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karenar brjálaðar yfir gjafavörum sem segja þeim að grjóthalda kjafti – „Opinber smánun að setja allar Karenar undir sama hatt“

Karenar brjálaðar yfir gjafavörum sem segja þeim að grjóthalda kjafti – „Opinber smánun að setja allar Karenar undir sama hatt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Slagsmál á rauða dreglinum – Þurfti að stía Conor McGregor og MGK í sundur

Slagsmál á rauða dreglinum – Þurfti að stía Conor McGregor og MGK í sundur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur vakið mikla athygli fyrir berbrjósta mótmæli sín – Fékk ljót skilaboð og ætlar nú að ganga lengra

Hefur vakið mikla athygli fyrir berbrjósta mótmæli sín – Fékk ljót skilaboð og ætlar nú að ganga lengra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“