fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Fókus

Svaf óvart hjá tengdamóður sinni

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 21:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki allir svo heppnir að eiga í góðu sambandi við tengdaforeldra sína, stundum eru samskiptin léleg eða jafnvel skelfilega vandræðaleg. Einn maður á þá ábyggilega metið í að eiga í óvenjulegu sambandi við tengdamóður sína. 

Maðurinn hafði ekki sagt neinum frá þessu svo hann ákvað að birta söguna á samfélagsmiðlinum Reddit. „Ég gerði ekkert rangt en ég varð að segja einhverjum frá þessu, þetta er að éta mig lifandi,“ segir maðurinn í færslunni sem vakið hefur mikla athygli. Til að mynda hefur Daily Star fjallað um manninn og hans sögu.

„Fyrir tveimur árum síðan, þegar ég var 19 ára gamall, hitti ég konu þegar ég vann sem einkaþjálfari. Hún var á fimmtugsaldri en leit út fyrir að vera 25 ára gömul. Hún sýndi mér áhuga og bauð mér út og við stunduðum saman kynlíf nokkrum sinnum. Eftir einn hittinginn okkar sagði hún að það væri rangt að vera með mér á hennar aldri því ég var svo ungur og hún skipti um líkamsrækt í kjölfarið.“

Eftir þetta kynntist maðurinn núverandi kærustu sinni en þau hafa verið saman í tæpt ár. „Hún er mögnuð og ég elska hana svo mikið,“ segir hann.

Skammaðist sín um leið

Fyrir tveimur árum síðan hitti hann fjölskyldu kærustunnar sinnar í fyrsta skipti. „Ég var í sjokki. Hún fór með mig í húsið þar sem ég hafði verið að stunda kynlíf með annarri konu, mér leið eins og það væri verið að hrekkja mig.“

Rétt áður en hann sér tengdamóður sína þá gerir hann sér grein fyrir því hvað er á seyði. „Ég er hrifinn af ákveðinni týpu og þær eru báðar eins týpur, þá small allt saman, ég var búinn að stunda kynlíf með einstæðri móður og nú er ég í sambandi með dóttur hennar.“

En þegar maðurinn sá foreldra kærustun sinnar brá honum enn meira því tengdamóðir hans var alls ekki einstæð og hafði ekki verið það. „Þau eru búin að vera gift í 20 ár, ég fatta að ég er búinn að vera hjásvæfa giftrar konu, ég skammast mín gríðarlega um leið.“

Seinna sömu vikuna heyrir tengdamóðir mannsins í honum. „Hún segir mér að ég megi aldrei tala um það sem gerðist á milli okkar. Hún segir mér að kærastan mín muni hata mig að eilífu ef ég geri það því þá er ég sá sem stíaði foreldrum hennar í sundur. Svo núna er ég fastur í þessu og verð að halda þessu leyndu.“

Nú hefur kærasta mannsins boðið honum að vera með fjölskyldunni sinni um hátíðarnar.

„Ég var búinn að segja henni að ég væri ekki að fara að vera með fjölskyldunni minni um hátíðarnar svo nú er ég ekki með neina afsökun fyrir að fara ekki. Núna þarf ég að fara og sitja við borðið og borða kvöldmat með konunni sem hélt framhjá eiginmanni sínum með mér, eiginmanni hennar og dóttur þeirra sem ég er ástfanginn af. Ég er í skítnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Erfiður lífsstíll að vera milf“

Vikan á Instagram – „Erfiður lífsstíll að vera milf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Verbúðin toppar sig aftur – Á tali með Hemma Gunn breyttist í Jerry Springer

Verbúðin toppar sig aftur – Á tali með Hemma Gunn breyttist í Jerry Springer