fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Jónas Sigurðsson: „Þá í raun var líf mitt svo stjórnlaust, ég var hömlulaus að mörgu leyti og mér leið bara alls ekki vel“

Fókus
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 16:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson, oft kenndur við Ritvélara framtíðarinnar, er gestur Ásdísar Olsen í þættinum Undir yfirborðið sem er sýndur á Hringbraut í kvöld.

Í þættinum ræða þau 12 sporin og Jónas segir frá sinni reynslu en hann hefur 20 ára reynslu af sporavinnu.

„Ég var með ákveðið stjórnleysi í mínu lífi, mjög virkt. Ég var frekar ungur þegar ég kem inn í þetta, kannski 26 ára. Þá í raun var líf mitt svo stjórnlaust, ég var hömlulaus að mörgu leyti og mér leið bara alls ekki vel. Ég upplifði ákveðinn botn í andlegri líðan og í örvæntingu, ég var búinn að sjá fólk sem ég vissi að hefði liðið illa og að sjá að það reis úr öskunni og fór að fúnkera með allt öðrum hætti, það var hamingjusamt, það var gleði en engin fullkomnun, en það var kominn einhver neisti og mig langaði í þetta. Ég fór á fund og fann einhverja orku. Þá bara hugsaði ég með mér, ég hef byrjað á hundrað hlutum, ég ætla að gera þetta.“

Þá er einnig birt myndbrot í þættinum þar sem leikarinn Russel Brand talar um 12 sporin en hann hefur gefið út bók þar sem hann kynnir þau á aðgengilegan hátt.

Jónas segir ekki langan tíma líða þar til fólk fer markvisst að vinna í sér með sporakerfinu og þar til árangur næst.

„Ég held að það gerist ótrúlega hratt. Því meira sem þú leggur í það, því hraðar gerist það. Þetta heita sporin. Það er því þetta eru reynsluspor þeirra sem hafa gengið á undan í þessu 12 spora starfi. Þetta eru ekki reglur, þetta eru spor.“

video
play-sharp-fill

Viðtalið við Jónas Sigurðsson birtist í heild sinni í þættinum Undir yfirborðinu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut kl. 20 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Í gær

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Hide picture