fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fókus

Lét fjarlægja nef og efri vör til að líkjast „svartri geimveru“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 21:30

Anthony fyrir og eftir að hann hóf að breyta útliti sínu á svona róttækan hátt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Loffredo er 32 ára maður frá Frakklandi. Hann hefur húðflúrað meirihluta líkama síns með svörtu bleki, meira að segja augnhvíturnar. Hann hefur látið klippa tungu sína í tvennt, allt til að líkjast „svartri geimveru.“ The Mirror greinir frá.

Nýjustu breytingarnar sem Anthony hefur gert á líkama sínum hafa vakið talsverða athygli, enda ótrúlega sjaldgæft að einhver breyti andliti sínu á þennan hátt, í sumum löndum er það einfaldlega ólöglegt.

Anthony lét fjarlægja nef sitt og efri vör. Hann hefur verið duglegur við að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með ferlinu. Á dögunum svaraði hann spurningum fylgjenda og viðurkenndi að hann eigi nú í erfiðleikum með tal eftir nýjustu breytingarnar. Það hefur þó ekki breytt því að Anthony ætlar að halda ótrauður áfram. Hann segist láta sig dreyma um að fjarlægja húðina sína alfarið og skipta henni út fyrir málm.

Næstu líkamshlutar sem hann langar að breyta eru handleggir, fótleggir, fingur og hnakkinn.

Anthony tjáði sig um útlitsbreytingar sínar við franska tímaritið Midi Libre árið 2017. Hann sagði að hann hefði verið „ástríðufullur um umbreytingar frá unga aldri“. Þegar hann var á þrítugsaldri og starfaði sem öryggisvörður, áttaði hann sig á því að hann væri ekki að lifa lífinu sem hann vildi.

„Ég hætti öllu þegar ég var 24 ára og fór til Ástralíu,“ sagði hann. Samkvæmt Instagram er hann nú staddur í Frakklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“