fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fókus

Valgerður var í skólanum þegar hún fékk hótun frá lögfræðingi í gegnum Facebook

Ritstjórn DV
Laugardaginn 18. september 2021 08:30

Valgerður Þorsteinsdóttir. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgerður Þorsteinsdóttir var um tvítugt þegar hún kærði meint kynferðisbrot voldugs manns í Grímsey sem höfðu staðið yfir frá því hún var á fermingaraldri. Mál Valgerðar vakti þjóðarathygli er hún steig fram snemma árs 2015 í viðtali við Akureyri vikublað og greindi frá brotunum. Hún kærði brotin árið 2014.

Valgerður rifjar málið upp í helgarviðtal við Fréttablaðið.

Málið er sagt hafa klofið íbúa Grímseyjar í tvær fylkingar og það hafði áhrif á útgerðarmál í Grímsey og samstöðu eyjaskeggja og var eins og sprengja inn í þetta litla samfélag. Maðurinn sem Valgerður ásakaði flutti burt úr eynni ásamt fjölskyldu sinni.

Í viðtali við Fréttablaðið gagnrýnir Valgerður skýrslutöku lögreglu í málinu:

„Mér var úthlutað réttargæslukonu en við tengdumst aldrei neitt. Allt andrúmsloftið í yfirheyrslunum var rosalega þurrt og óþægilegt. Mér leið alltaf eins og ég þyrfti að berjast fyrir því að reyna að sannfæra viðstadda um að ég væri ekki að ljúga, líka réttargæslukonuna. Það var enginn mannlegur þáttur til staðar. Ég upplifði að það hefði verið hægt að vinna þessa vinnu miklu manneskjulegar en raunin varð og mér hefði fundist eðlilegra ef sálfræðingur hefði verið kallaður til.“

Eftir að Valgerður kærði fékk hún hótun um meiðyrðakæru frá lögfræðingi mannsins í gegnum Facebook-skilaboð er hún var í skólatíma. Um þetta segir í viðtalinu:

„Eftir viðtalið hafði nánast enginn beint samband við mig, sem var ansi sérstakt. Hins vegar fékk ég nánast strax bréf frá Vilhjálmi Vilhjálmssyni lögfræðingi um að gerandinn ætlaði að höfða meiðyrðamál gegn mér. Vilhjálmur var svo smekklegur að senda mér kæruna í Facebook-skilaboðum, þar sem ég sat í tíma í skólanum mínum.

Sennilega aðallega til að hræða mig fyrir hönd mannsins. En ég er enginn bjáni. Ég hringdi strax í mína lögfræðinga sem sáu um þetta og það varð ekkert úr meiðyrðamálinu, enda engin innistæða fyrir lögsókn. Og þótt það væru fáir í eynni sem höfðu beint samband við mig fékk ég oft að vita í gegnum þriðja aðila hverjir efuðust um það sem ég hafði að segja og hverjir það voru sem ætluðu ekki að taka afstöðu.“

Smellið hér til að lesa helgarviðtal Fréttablaðsins

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Í gær

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára