fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fókus

Hefur vakið mikla athygli fyrir berbrjósta mótmæli sín – Fékk ljót skilaboð og ætlar nú að ganga lengra

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 12. september 2021 21:00

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laura Amherst er 31 ára stjórnmálafræðinemi sem hefur undanfarið ratað nokkuð oft í breska fjölmiðla. Ástæðan fyrir viðveru hennar í fjölmiðlum hið ytra er sú að hún mætir reglulega á loftlagsmótmæli í Bretlandi og er oftar en ekki ber að ofan á meðan hún mótmælir. Amherst er hluti af hópnum Extinction Rebellion sem hefur haldið áberandi mótmæli í Bretlandi síðustu vikur, mótmælin ganga oft lengra en önnur mótmæli í sama málaflokki. Hópurinn er þekktur fyrir borgaralega óhlýðni sína á mótmælum en tekur skýrt fram að hann er á móti ofbeldi af öllu tagi.

Í kjölfarið á umfjölluninni um Amherst þá hefur fylgjendum hennar á samfélagsmiðlinum Instagram fjölgað ört. Með fleiri fylgjendum fylgir þó oft hatur og var það raunin í tilfelli hennar. Nýlega hefur hún verið að fá mikið af skilaboðum frá fólki sem er að fitusmána hana. Amherst birti í kjölfarið færslu þar sem hún sagðist ætla að ganga lengra í mótmælum sínum. Nú ætlar hún að sýna hætturnar við fitusmánun og hefur hún því ákveðið að fara í hungurverkfall í heila viku.

„Karlmaður hér á Instagram reyndi að fitusmána mig í dag, hann talaði um að hann vildi ekki sjá fellingarnar á líkamanum mínum. Svo hérna er ég að birta mynd af appelsínuhúðinni minni líka til að halda honum ánægðum!“ segir Amherst í færslunni sem um ræðir en færsluna má sjá hér fyrir neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Laura amherst (@lauraamherstxr)

„Ég stend ekki fyrir fitusmánun eða kvenfyrirlitningu af neinu tagi. Ég stend fyrir líkamsvirðingu og fagna og kann að meta kvenkyns líkamann í öllum birtingarmyndum hans,“ segir Amherst og tekur svo skýrt fram að hún er einnig á móti fitusmánun á öðrum kynjum. „Ég dæmi ekki neinn fyrir líkama sinn og mér finnst ógeðslegt þegar fólk gerir það.“

Þá varaði hún fólk við því að gera grín að útliti annars fólk og benti á hættuna sem það getur haft á þá sem glíma við átraskanir. „Mikill fjöldi fólks lætur lífið af völdum átraskana á hverju ári.“

Amherst segir svo fylgjendum sínum að hafa ekki áhyggjur af hungurverkfallinu þar sem hún hefur áður verið án matar í heila viku. Þá tengdi hún hungurverkfallið líka við loftslagsmótmælin. „Ég er líka að gera þetta til að vekja athygli á því sem mun gerast ef vistkerfið okkar fer í rúst og við getum ekki framleitt eða dreift nóg af mat til landanna í heiminum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gímaldin frumflytur verk í Hannesarholti – gímaldin Goes Orchestral

Gímaldin frumflytur verk í Hannesarholti – gímaldin Goes Orchestral
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku