fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Inga Sæland á afmæli í dag – „Ég á afmæli í dag“

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. ágúst 2021 12:30

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fagnar 62 ára afmæli í dag. Hún fagnar deginum með því að birta pistil í Morgunblaðið. Að sjálfsögðu heitir pistillinn „Ég á afmæli í dag“.

„„Til ham­ingju með dag­inn þinn,“ syngja vin­ir mín­ir og nán­ustu vanda­menn og knúsa mig þrátt fyr­ir Covid eins metra regl­una og grímu­skyld­una. Ég hugsa; það er gott að eiga af­mæli. Lífið er ómet­an­legt og ynd­is­legt að fá að eld­ast ef heils­an stend­ur með manni,“ segir Inga.

Hún segir það gott að vera til fyrir flesta sem búa á Íslandi. Það kemur henni þó á óvart að hún sé komin með grá hár því henni finnst hún vera nýfermd.

„Það er bros­legt hvernig umbúðirn­ar breyt­ast í al­gjöru takt­leysi við eigið sjálf. Kannski er ég há­fleyg núna fyr­ir suma, en það er allt í lagi. Við erum ekki öll eins, sem bet­ur fer,“ segir Inga og hugsar um Ragga Bjarna og Lay Low að syngja lagið Þannig týnist tíminn.

„Það var okk­ar frá­bæri listamaður Bjart­mar Guðlaugs­son sem samdi bæði lag og texta. Og í stað þess að þreyta ykk­ur með póli­tík vil ég nú þegar sum­arið stend­ur sem hæst senda ykk­ur öll­um þetta fal­lega ljóð. Lesið með bjart­sýni, brosi og kær­leika að leiðarljósi. Það er mín ein­læga og staðfasta trú að okk­ur muni þrátt fyr­ir allt argaþras farn­ast vel sem ein stór fjöl­skylda sem erum hér sam­an kom­in til að vernda og vera góð hvert við annað,“ segir hún og birtir textann af laginu sem situr fast í hausnum hennar.

„Við eig­um aðeins eitt líf. Lát­um það vera til gæfu eins og við best get­um. Hend­um for­dóm­um, vanþekk­ingu og leiðind­um út um glugg­ann. Við eig­um ekki að gefa neinu slíku eina ein­ustu mín­útu af okk­ar dýr­mæta tíma. Af­mæl­is­dag­arn­ir hrann­ast upp á ljós­hraða. Sum­ir eiga erfitt á meðan öðrum líður vel. Þegar upp er staðið þá erum við öll sam­ferða,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“
Fókus
Í gær

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma