fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fókus

Svona munu Óskarsverðlaunin fara samkvæmt veðbönkum – Húsvíkingar taldir vera líklegir

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 24. apríl 2021 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

93. Óskarsverðlaunahátíðin fer fram á morgun. Ísland á tengingu til tveggja tilnefninga en teiknimyndin Já-fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson er tilnefnd í flokknum besta stutta teiknimyndin og lagið Husavik úr myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga er tilnefnt sem besta lag.

Þó svo að sigurvegararnir verði ekki kynntir fyrr en á morgun þá eru veðbankarnir búnir að ákveða sína sigurvegara. Samkvæmt þeim eru ágætis líkur á að Husavik vinni en ólíklegt að Gísli Darri fái Óskarinn í ár.

Besta myndin verður að öllum líkindum Nomadland en stuðullinn á að hún vinni er í kringum 1.22. Það þýðir að skulir þú leggja 1.000 krónur á að sú mynd vinni gætir þú fengið 1.220 krónur til baka hafir þú rétt fyrir þér. Því lægri sem stuðullinn er, því líklegra er að þú vinnir. The Trial of the Chicago 7 er næst líklegust með stuðulinn 7.5.

Chadwick heitinn Boseman er líklegastur til að fá verðlaun fyrir besta leik karla í aðalhlutverki fyrir myndina Ma Rainey’s Black Bottom en stuðullinn er aðeins 1.13 á því. Boseman lést úr krabbameini í ágúst 2020, aðeins 43 ára að aldri.

Carey Mulligan, Viola Davis og Frances McDormand eru í hörkubaráttu um besta leik kvenna í aðalhlutverki. Mulligan fær stuðulinn 2.5, Davis 3.0 og McDormand 5.0.

Husavik fær stuðulinn 4.0 í baráttunni um besta lagið en lögin Speak Now úr One Night in Miami og Io Si úr The Life Ahead eru rétt á undan með 1.61 og 3.4.

Já-fólkið er með stuðulinn 21 í sínum flokki en líklegast er að myndin If Anything Happens I Love You sigri. Myndin fær stuðulinn 1.36.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Í gær

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“