fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fókus

Var með slæma tilfinningu og ákvað að aflýsa fyrsta stefnumótinu – Slapp heldur betur með skrekkinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilfinningarnar eru alls konar fyrir fyrsta stefnumót. Spenna, stress og allt þar á milli. Ung kona var á leið á stefnumót með fjárfesti. Hún hafði verið með slæma tilfinningu fyrir stefnumótið sem fór ekki, þannig hún ákvað að aflýsa því.

Viðbrögð mannsins staðfestu að hún hafi tekið rétta ákvörðun, en hann vægast sagt brást illa við.

Konan, Madz, greinir frá þessu á TikTok og birtir skjáskot af skilaboðum mannsins, sem hlaupa á tugum.

Maðurinn, Mark, byrjar á því að segja að kona hafi aldrei „beilað á honum“, hún væri ekki „það aðlaðandi“ og að hún ætti að „læra að virða tíma annarra.“

Næst sagði hann að hún væri „ímyndunarveik“.

Á einum tímapunkti svaraði konan honum og sagði: „Mér þykir leitt að þér líður svona. Ég held að þú sért undir áhrifum svo ég myndi kunna að meta að þú myndir hætta að senda mér skilaboð.“

Það stöðvaði hins vegar ekki manninn, frekar hellti það olíu á eldinn.

„Þú ert brandari,“ sagði hann í einum skilaboðunum. „Þú átt aldrei eftir að giftast,“ „þú þarft að vera öruggari“ og „þroskastu“ sagði hann í öðrum skilaboðum.

Skjáskot/TikTok

Maðurinn dró síðan þá ályktun að konan eyddi of miklum tíma í símanum og þess vegna væri hún að aflýsa stefnumótinu, því hún hafi „ekki lært mannasiði.“

Hér má sjá nokkur af skilaboðunum sem hann sendi, í réttri röð:

„Ég þrái þig.“

„En þú vissir það þegar við töluðum saman.“

„Eða náðirðu því ekki, að ég laðast að þér kynferðislega?“

„Gæti verið of mikill skjátími.“

„Fyrst þú ert svona ung.“

„Þú gætir verið félagslega þroskaheft.“

„Afsakaðu frönskuna mína.“

„Ég vil nefnilega veita þér ánægju.“

„Þess vegna er ég að umbera þessar aðstæður.“

„Því ég vil þig.“

Myndbandið hefur fengið tæplega 900 þúsund áhorf og eru netverjar sammála um að þarna hafi Madz sloppið með skrekkinn.

„Mér sýnist Mark þurfa að fara til sálfræðings,“ segir einn netverji.

@sadzmadzF*ck you, Maybe: Mark ##toxicmen ##metoo ##datinghorrorstory ##harrassment ##nomeansno ##narcissist ##datingsucks♬ Therefore I Am – Billie Eilish

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrsta myndin af Diddy í fangelsi

Fyrsta myndin af Diddy í fangelsi
Fókus
Í gær

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun