fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
Fókus

„Ég elska makann minn en ég er að stunda magnað kynlíf með annarri konu“

Fókus
Miðvikudaginn 9. september 2020 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrrverandi eiginkonan mín yfirgaf mig fyrir besta vin minn fyrir tíu árum síðan. Ég hélt ég myndi aldrei jafna mig en ég kynntist núverandi maka mínum ári seinna og stuttu síðar vorum við komin í samband.“

Svona hefst bréf sem maður nokkur skrifar undir yfirskriftinni „Ég elska makann minn en ég er að stunda magnað kynlíf með annarri konu“ til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Deidre. „Ég var 46 ára, hún var 41 árs gömul og við vorum mjög ánægð saman í nokkur ár. Við hittum síðan annað par þegar við vorum í fríi á Spáni fyrir þremur árum síðar. Við bjuggum nálægt hinu parinu og hélt vinskapurinn því áfram eftir að við komum heim,“ segir maðurinn.

„Kynlífið var magnað“

„Maðurinn í hinu sambandinu, sem er á sextugsaldri, fékk heilablóðfall árið eftir og konan hans, sem er 20 árum yngri en hann, var áfram við hlið hans og hjálpaði honum. Einn daginn var eitthvað rafmagnsvandamál heima hjá þeim. Ég er rafvirki svo ég bauð fram hjálp mína. Það var í fyrsta skipti sem við töluðum bara ein saman og við hlógum mikið saman,“ segir maðurinn.

„Eiginmaðurinn hennar fór í endurhæfingu tvisvar í viku og ég byrjaði að kíkja í kaffi þegar hann gerði það. Eftir nokkra mánuði byrjaði ég að verða ástfanginn af henni. Hún kyssti mig einn daginn og við enduðum saman í rúminu. Kynlífið var magnað. Þetta hefur haldið áfram síðusstu árin. Það að vera í sitthvoru lagi á meðan útgöngubannið var í gildi var erfitt en það styrkti okkur bara enn meira.“

En svo kom upp vandamál. „Kærastan mín komst að framhjáhaldinu í síðasta mánuði þegar hún leit á símann minn og sá kynferðislega mynd af hinni konunni. Þá varð allt brjálað. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig hún brást við og hvað hún sagði við mig. Síðan þá hefur hún dreift þessu út um allan bæ og sagt fjölskyldunni minni frá þesssu. Ég er búinn að bjóðast til að flytja út en hún vill ekki að við hættum saman. Mér þykir vænt um hana og ég myndi aldrei meiða hana en hún fylgist með mér allan sólarhringinn. Mér líður eins og ég sé að kafna. Ég vil bara vera með viðhaldinu mínu og hún vill vera með mér.“

„Nú verður þú að ákveða hvað þú ætlar að gera“

Deidre svarar manninum og segir honum að nú þurfi hann að taka ákvörðun. „Staðreyndin er sú að þú getur ekki verið með viðhaldinu án þess að særa kærustuna þína. Ertu tilbúinn að gera það?“ spyr Deidre. „Ef ekki þá verðurðu að hætta framhjáhaldinu og vinna í því að styrkja sambandið þitt með kærustunni þinni. Jafnvel ef þú ert tilbúinn að hætta með kærustunni þá vaknar upp önnur spurning. Er viðhaldið tilbúið að yfirgefa eiginmanninn sinn? Nú verður þú að ákveða hvað þú ætlar að gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakamál – Internetfrægð, þráhyggja og morð í beinni

Sakamál – Internetfrægð, þráhyggja og morð í beinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Berglind Saga er ein þeirra sem dansaði í Vikunni á RÚV í gær – „Bassi vildi bara fá „bad ass bitches“ í atriðið“

Berglind Saga er ein þeirra sem dansaði í Vikunni á RÚV í gær – „Bassi vildi bara fá „bad ass bitches“ í atriðið“