fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Fókus

Melkorka fær frábærar hugmyndir – Vírapils og gervirass

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 25. september 2020 20:30

Samsettmynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðakonan Melkorka Licea er í opnu viðtali í nýútkomnu helgarblaði DV. 

Melkorka er fædd á Íslandi en flutti til Bandaríkjanna þegar hún var tveggja ára. Hún er dugleg að heimsækja Ísland og eyddi sumrunum hérlendis sem barn.  Melkorka lærði fjölmiðlafræði í Evergreen State Collage í Washington og ákvað í kjölfarið að flytja til New York og elta drauma sína um að verða blaðamaður í stórborginni.

„Flestir sem flytja til New York fá að sjálfsögðu ekki draumastarfið sitt um leið. Ég fékk vinnu á veitingastaðnum Pianos með hjálp Hrannar frænku minnar,“ segir Melkorka og vísar hér í móðursystur sína Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóra Bíó Paradís.  „Eftir vinnu eitt kvöldið var ég á öðrum bar ásamt samstarfskonum mínum og nokkrum viðskiptavinum, og einn þeirra hafði unnið um tíma hjá New York Post. Hann sagðist geta komið ferilskránni minni á borðið hjá þeim. Nokkrum mánuðum seinna var ég komin í láglaunastarf þar sem „copy kid“ – sem er eins konar lærlingsstaða fyrir nýútskrifaða háskólakrakka sem sjá um að koma útprenti af síðunum í blað morgundagsins til samþykktar til ritstjóranna.“

Hressar hugmyndir sannreyndar á strætum stórborgar 

Melkorka hefur fengið margar frábærar hugmyndir sem hún framkvæmir og skrifar um reynslu sína í New York Post. Í miðjum Covid-19 faraldrinum ákvað Melkorka að sérpanta sér pils sem tryggði fjarlægðartakmörkun og reyna fyrir sér í miðborginni með misjöfnum hætti. Hún hefur einnig reynt fyrir sér sem eld- og sverðagleypir þegar hún gekk til liðs við Coney Island Sideshow School vegna greinaskrifa og gengið um götur New York með gervirass af sömu stærð og lögun og Kim Kardashian.

Melkorka skrifaði grein um reynslu sína sem byggði á því að hún fór í greiðslu og förðun að hætti Kim, klæddist svipuðum kjól og Kardashian hefur klæðst og klæddi sig í gúmístuttbuxur sem stækkuðu bakenda hennar upp í sömu stærð og lögun og raunveruleikadrottningarinnar.

Viðbrögðin leyndu sér ekki.

Karlmenn hreinlega göptu á eftir Melkorku og nokkrir þeirra reyndu að tala við hana á bar eða gáfu henni hýrt auga. Hún segir gúmmíafturendan hafa litið nokkuð eðlilega undir fatnaði en það hafi verið verulega óþæginlegt að læðast honum. Melkorka lýsir í greininni aðstæðum og samskiptum við mennina á barnum. Ungur maður gaf sig fyrst á tal við hana fullur sjálfstrausts og sagði hana vel geta verið „the Kim Kardashian of New York.”

Lesa má greinina í heild sinni í DV.

photo by Tamara Beckwith/NY POST
(Photo by Tamara Beckwith/NY POST)
(Photo by Tamara Beckwith/NY POST)

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Heimsfaraldurinn hefur áhrif á kynlíf – Minna um munngælur og strokur

Heimsfaraldurinn hefur áhrif á kynlíf – Minna um munngælur og strokur
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Kynlífið með honum er ennþá besta kynlífið“ segir kona um sinn fyrrverandi – „Ég er ekki með neitt samviskubit“

„Kynlífið með honum er ennþá besta kynlífið“ segir kona um sinn fyrrverandi – „Ég er ekki með neitt samviskubit“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nektarmynd Ashley Graham vekur athygli

Nektarmynd Ashley Graham vekur athygli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég man hvað ég var glórulaus“

Kristbjörg opnar sig: „Ég man hvað ég var glórulaus“