fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fókus

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 16:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, er meðal þeirra fjölda mörgu sem ekki gefa mikið fyrir kynningarmyndband á nýrri ásýnd KSÍ sem birtist nýlega.  Hann greinir frá áliti sínu í pistli sem birtist á Vísi. 

Hann bendir á að Íslendingar megi vera stoltir af afreksfólki sínu í íþróttum og í listum.

„Það er meira að segja dálítið sætt að belgja sig aðeins út yfir Gleðibanka og víkingaklappi en gleymum bara ekki Kaupþingsbanka og Rannsóknarskýrslu Alþingis.“

Kristinn bendir á að nýleg Eurovision-mynd Will Ferrells hafi verið skemmtileg landkynning þrátt fyrir að góðlátlegt grín væri þar gert af Íslendingum, „Þessari skrítnu smáþjóð með stóra drauma.“

Hins vegar sé myndband KSÍ ekki viðlíka landkynning og varð Kristni hvelft við þegar hann sá ensku útgáfu af þeirri auglýsingu.

„Í morgun sá ég svo ensku myndbandsútgáfuna af lógókynningu KSÍ og hjartað í mér sökk. Þegar smábelgingur ættjarðarástar yfirkeyrist með svona hræðilegum hætti í yfirgengilegan rembing verður manni bumbult. Það er hárfín lína þarna sem menn mega ekki fara yfir en þarna er stokkið yfir hana heljarstökk – í fullum herklæðum.“

Íslendingar virðast skiptast í dag í fylkingar, þeir sem myndband KSÍ lagðist vel í og þeir sem það lagðist þveröfugt ofan í.

Landsliðið í hneykslun

Einn þeirra fyrrnefndu er ritstjóri Viljans, Björn Ingi Hrafnsson.

Hann segir mun á þjóðrembing og venjulegu stolti af landi sínu og þjóð.

„Örsaga úr hversdeginum #47: Vegna mjög fyrirsjáanlegra viðbragða landsliðsins í hneykslun við nýju merki og myndbandi KSÍ er rétt að geta þess, að það er ekki samasemmerki á milli þess að halda með Íslandi, vera stoltur af landinu sínu, fána þess, þjóðbúningi, fjallkonum, álfum og skjaldarmerki og vera nasisti eða þjóðernisöfgamaður. Öfgar eru aldrei góðir, en við megum heldur ekki vera svo lítil í okkur að geta ekki verið stoltir Íslendingar með hæfilegri hógværð í bland. Tökum frændur vora Norðmenn til fyrirmyndar í þeim efnum — Ja, vi elsker dette landet; engin þjóðremba eða hroki, bara fölskvalaust stolt og einlægt. Jafnvel pínulítið púkó. Það má.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát
Fókus
Fyrir 2 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry