fbpx
Föstudagur 22.september 2023
Fókus

Guðbjörg Hrefna lætur langþráðan draum rætast

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 6. júní 2020 14:00

Guðbjörg Hrefna. Mynd: Birta Rán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbjörg Hrefna, sem gengur undir listanafninu Hrefnan, var að gefa út sitt fyrsta lag, Starir, í samstarfi með listamanninum NumerusX. Tónlistarmyndband við lagið kom út í gær og segist Guðbjörg hvergi nær vera hætt að semja tónlist.

„Ég er fyrst núna eltast við langþráðan draum sem ég hélt að væri út úr myndinni eftir að ég eignaðist elstu stelpuna mína sem fæddist á 24. viku. En með tímanum breytti hún hvernig ég horfði á lífið,“ segir Guðbjörg.

„Hrefnan gefur mér ákveðið frelsi, þetta er mín leið til að fá nokkurskonar útrás.“

Skemmtilegt samstarf

„Ég var búin að vera með litla lagasmíði á heilanum í þó nokkurn tíma, en ég samdi textann seinna meir. Ég hafði samband við NumerusX og honum leist vel á það sem ég hafði fram á að færa. Eftir það hófst eitt skemmtilegasta samstarf sem ég hef tekið þátt í og við erum hvergi nær hætt,“ segir Guðbjörg Hrefna og segir betur frá NumerusX.

„Numerus er tölustafurinn og X er útkoman. Hann er listamaður sem leggur höfuð sitt í bleyti með alls konar tónlist“

Starir

Guðbjörg Hreftna segir að lagið hafi verið búið til sem „nokkurs konar heilalím. Textinn er einfaldur og skilaboðin eru skýr,“ segir hún.

Starir verður hluti af næstu plötu NumerusX sem kemur út á næstunni.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

„Ég var svo heppin að fá snillinginn hana Birtu Rán til að vinna með mér og taka upp og klippa Starir tónlistarmyndbandið. Ég er svo gríðarlega þakklát öllum sem tóku sér tíma til að hjálpa og láta þennan villta draum verða að veruleika. Þetta er búið að vera one hell of a ride og ég vil aldrei hætta,“ segir Guðbjörg Hrefna.

Fylgstu með Hrefnan á Facebook.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrverandi eiginkona Eminem nær óþekkjanleg á fyrstu myndunum í mörg ár

Fyrrverandi eiginkona Eminem nær óþekkjanleg á fyrstu myndunum í mörg ár
Fókus
Í gær

Var í stöðugum ótta við að lögreglan myndi koma og taka þá þegar þeir voru að halda athafnir

Var í stöðugum ótta við að lögreglan myndi koma og taka þá þegar þeir voru að halda athafnir
Fókus
Í gær

Sólborg kemur bókinni sinni til varnar – „Fullyrðingar á borð við „þessar bækur eru barnaníð“ er eitthvað sem ég verð að svara fyrir“

Sólborg kemur bókinni sinni til varnar – „Fullyrðingar á borð við „þessar bækur eru barnaníð“ er eitthvað sem ég verð að svara fyrir“
Fókus
Í gær

Kim Kardashian sögð vera að slá sér upp með NFL-stjörnu

Kim Kardashian sögð vera að slá sér upp með NFL-stjörnu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólafur barðist einn við Golíat og hafði betur – „Mjög skítt að þeir sem eru með allt niður um sig skuli fá það sama og hinir“

Ólafur barðist einn við Golíat og hafði betur – „Mjög skítt að þeir sem eru með allt niður um sig skuli fá það sama og hinir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa komist að sönnu eðli Russell Brand eftir að hann skildi við hana með sms

Sagðist hafa komist að sönnu eðli Russell Brand eftir að hann skildi við hana með sms
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástaróður að norðan – „Get ekki hjá setið þegar á að þvinga þig í hjónaband af hagkvæmnissjónarmiðum“

Ástaróður að norðan – „Get ekki hjá setið þegar á að þvinga þig í hjónaband af hagkvæmnissjónarmiðum“