fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Fókus

„Kynsegin þingheimur“ – myndir af þingmönnum í hlutverki hins kynsins

Heimir Hannesson
Föstudaginn 19. júní 2020 13:15

Sigmundur Davíð, þingmaður Miðflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Internetið er til margs brúklegt. Það hefur fært fjarlæga staði nær, einfaldað alþjóðleg viðskipti, aukið þekkingu jarðarbúa og nú, hefur það fært okkur Alþingi Íslendinga eins og við höfum aldrei séð það áður.

Brynjólfur Sveinn Ívarsson birtir í Facebookhópnum Algjörlega óáhugaverðar stjórnmálaupplýsingar myndir af þingmönnum í hlutverki hins kynsins. Brynjar bendir á að þetta sé auðvitað til gamans gert fyrst og fremst. App hafi séð um vinnuna við að breyta kyni þingmannana og niðurstaðan er eins og er. Við látum myndirnar tala sínu máli en þær eru birtar með góðfúslegu leyfi Brynjólfs.

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.

 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og dómsmálaráðherra. Á mynd vantar fótbolta.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur sig virðulega út í hlutverki kvenmanns. Mætti e.t.v. benda honum á að hann er alls ekki bundinn við karlhlutverkið vilji hann feta nýjar leiðir í lífinu.

 

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar. Á mynd vantar mótorhjól.

 

Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vg og forsætisráðherra tekur sig vel út í nýju hlutverki, enda skal engan undra, hún virðist geta gert hvað sem er.

 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og utanríkisráðherra tekur fagnandi á móti rauðum varalit. Spurning hvort þetta verði staðalbúnaður á skrifstofu Guðlaugs á Rauðarárstíg héðan af?

 

Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fjármála og efnahagsmálaráðherra, myndarleg(ur) að vanda.

Á það hefur reyndar verið bent að Bjarni líkist með eindæmum fyrrum varaþingmanni Vinstri grænna, Auði Lilju Erlingsdóttur og spyr einn glöggur félagsmaður Facebook hópsins hvort þau hafi nokkurn tímann sést á sama stað á sama tíma.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata tók saman góða mynd af þingflokki Pírata og birti með skilaboðunum: „Snilld“

Fleiri myndir og óáhugaverðar stjórnmálaupplýsingar má nálgast á Facebook hópnum, Óáhugaverðar stjórnmála upplýsingar.

Til gamans má geta að hér með eru konur í meirihluta á Alþingi, og er það í fyrsta skipti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“

Ósammála um kynningarmyndband KSÍ – „Hjartað í mér sökk“- „Landsliðið í hneysklun“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“

Gréta ósátt með Keiluhöllina – ,,Þetta er spurning um að sýna ábyrgð“
Fókus
Fyrir 1 viku

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar

Þorvaldur í miklum vanda á Tenerife – Óttaðist dimman fangaklefa og barsmíðar
Fókus
Fyrir 1 viku

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið

Goslokahátíð með breyttu sniði: Engin skemmtun á laugardagskvöldið