fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fókus

Guðrún tók gamalt fellihýsi í gegn með glæsilegri útkomu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 29. maí 2020 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Björg Björnsdóttir keypti gamalt fellihýsi og gaf því nýtt líf með nokkrum einföldum breytingum. Fellihýsið fór úr því að vera hálfkallað tískuslys, eða barn síns tíma, yfir í glæsilegan nútímalegan stíl.

„Ég heiti Guðrún Björg Björnsdóttir og hef alltaf haft gaman af því að taka allt sem mér fellur til hvort sem það er húsið mitt, hús annara, hótel eða bara eins og gamla fellihýsið sem við hjónin keyptum okkur og breyta og bæta það sem hægt er. Ef hlutirnir líta ekkert sérlega vel út fyrir, þá hugsa ég það þannig að þótt að ég prufi að breyta þá getur það allavega ekki orðið verra,“ sagði Guðrún í samtali við DV.

Fyrir breytingar. Gólfið ekkert til að hrópa húrra fyrir en það breytist fljótt
Eftir breytingar

Hikaði ekki heldur framkvæmdi

Hún hikaði því ekki við að ráðast í breytingar og sá svo sannarlega ekki eftir því.

„Svo ég bara framkvæmi, hika ekki við það. Ég skoðaði Pinterest með hugmyndir og svo var ég með ákveðnar hugmyndir sjálf. Ég ákvað að fara þá leið að nota grátt og svart sem aðal-lit. Fatalituðum svefntjöldin með dökkgráum, vildum ná inn smá myrkri þar fyrir bjartar nætur á sumrin, en jafnframt getum við dregið frá og fengið birtuna inn.“

Svefntjöldin voru lituð grá og kemur það rosalega vel út

Það sem enginn sér skiptir minna máli

„Notuðum einnig fatalit á gardínur og krullurnar. Efni litast ekki vel ef það er gerfiefni, en þetta heppnaðist vel og þær hliðar sem tóku ekki vel lit ég einfaldlega læt þær snúa þá annaðhvort inn í svefnrýmið eða út um gluggana. Þá sé ég allavega bara gráa litinn inni“

Gólfið fékk yfirhalningu með dúk og bekkir og borð voru filmaðir.

„Við keyptum dúk í Bauhaus og hann var sniðinn eftir gólfinu með dúkahníf. Á borðin og bekkina settum við svo filmu sem við keyptum einnig í Bauhaus. Fékk svo þessa fínu ráðgjöf frá Slippfélaginu hér í Keflavík og keypti grunn og lakk þar sem heitir Volgur.“

Útkoman er fellihýsi sem lítur út eins og það hafi verið framleitt núna í ár.

Fyrir breytingar – sjá þá að þarna er gólfdúkurinn fallegi kominn á sinn stað.

Grái liturinn breytir rosalega miklu
Viðarliturinn var kannski hlýlegur en frekar gamaldags

Lokaútkoman er glæsileg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gímaldin frumflytur verk í Hannesarholti – gímaldin Goes Orchestral

Gímaldin frumflytur verk í Hannesarholti – gímaldin Goes Orchestral
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku