fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Sunneva er þakklát fyrir stuðninginn – „Enginn sannleikur á bak við þetta“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 14. maí 2020 11:05

Sunneva Einarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það getur stundum verið erfitt þegar fólk vill mála leiðinlega mynd af manni þegar það er enginn sannleikur á bakvið það,“ segir áhrifavaldurinn og einkaþjálfarinn Sunneva Einarsdóttir í samtali við DV.

Sunneva er dugleg að deila myndum og upplýsingum um heilsusamlegt líferni sitt með fylgjendum sínum á Instagram. Í gær deildi hún mynd af máltíð sem hún fékk sér fyrir æfingu og næringaupplýsingum máltíðarinnar. Einum aðila þótti máltíðin of lítil og var Sunneva harðlega gagnrýnd fyrir að ýta undir neikvæða líkamsímynd og átröskun.

Skjáskot/Instagram

„[…] Á myndinni sést hádegismatseðill áhrifavaldsins sem samanstendur af máltíð sem gefur heilar 209 hitaeiningar, já og það í hádegismat. Á þessu þreifst ég þegar ég var á mínum versta stað í átröskuninni, að fá innblástur frá slíkum einstaklingum á Instagram. Ég veit að margar ungar stelpur fylgja þessum einstaklingi á Instagram. Það er ótrúlegt að áhrifavaldar átti sig ekki á þessum óbeinu skilaboðum sem þeir setja fram og án allrar ábyrgðar. Pössum okkur hvað veitir okkur/börnunum okkar innblástur,“ segir kona í færslu á Facebook um Sunnevu. Færslan hefur fengið yfir 350 viðbrögð og hafa tugir einstaklinga skrifað við færsluna.

Stuðningur úr öllum áttum

Íþróttakonan og þjálfarinn Edda Falak kom Sunnevu til varnar á Instagram. Edda bendir á að það gæti verið að Sunneva hafi borðað mjög stóran morgunmat, málið er að einstaklingurinn sem birti skjáskotið veit það ekki.

„Þessi póstur er ekki neitt tengdur mér en svona einelti fer bara í taugarnar á mér. Ég skil áhyggjuefnið en halló það þarf ekki að henda öllu í kommentakerfið,“ segir Edda og bætir við að hún „þolir ekki svona árás á Internetinu. Sendu viðkomandi bara póst og ræðið þetta saman þar.“

Sunneva segist vera mjög þakklát fyrir stuðninginn og öll skilaboðin sem hún hefur fengið undanfarinn sólarhring.

„Að fá stuðning frá svona flottri fyrirmynd og íþróttakonu, henni Eddu, er ótrúlega gott. Ég kann virkilega að meta hana og marga aðra sem sýndu mér stuðning og sendu mér skilaboð,“ segir Sunneva.

„Ég veit bara sjálf að þetta var alls ekki sannleikurinn og þarna var málað slæma mynd af mér, sem á alls ekki við mig og allir sem þekkja mig eða fylgjast með mér vita það líka, og það er nóg fyrir mig.“

https://www.instagram.com/p/B0gs0yMASNK/?fbclid=IwAR0c9ivOs8JVgnyB02fW-tIvtztCvCtZGGQ70k2tSfXTD9Y7OfTRKgE_RcM

Leiðrétti misskilninginn

Um tveimur klukkutímum eftir að Sunneva birti umrædda mynd leiðrétti hún misskilninginn á Instagram og útskýrði að hún borðar nokkrar litlar máltíðir yfir daginn og svo stóra máltíð á kvöldin. Máltíðin sem um ræðir var svo kölluð „pre-workout“ máltíð, eða máltíð fyrir æfingu.

Seinna um daginn tjáði hún sig frekar um málið og sagði:

„Það er eiginlega bara fyndið að einhver ætli að horfa á eitt story hjá mér og halda því fram að ég sé óheilbrigð og léleg fyrirmynd og borða ekkert. Það segir mér bara að sá einstaklingur er ekki að fylgjast með mér daglega og bókstaflega Story í gær,“ segir Sunneva og vísar í Instagram Story frá deginum áður, þegar hún fékk sér hamborgara og franskar.

Þakklát

Eins og fyrr segir fékk Sunneva ótal mörg jákvæð og falleg skilaboð, bæði frá fólki sem hún þekkir og þekkir ekki.

„Ég er ótrúlega þakklát fyrir öll fallegu skilaboðin og allt þetta góða fólk í kringum mig,“ segir hún.

„Ég biðst afsökunar ef þetta voru villandi skilaboð hjá mér. Ég áttaði mig ekki á því að það kemur stundum fólk inn á síðuna mína sem er ekki að fylgjast með mér og veit ekki hvernig ég er í raun og veru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Í gær

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell