fbpx
Föstudagur 29.maí 2020
Fókus

Ótrúlegt góðverk Örvars: Einstæð móðir átti aðeins 17 þúsund krónur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 16. apríl 2020 15:02

Örvar Þór Guðmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örvar Þór Guðmundsson segir frá ungri móður með tvö lítil börn sem átti aðeins sautján þúsund krónur til að lifa síðustu dagana í apríl.

Örvar Þór situr í stjórn góðgerðasamtakanna Samferða og barst samtökunum ábending um móðurina á þriðjudagskvöldið.

Ábendingin snerti Örvar mikið. Hann tók málin í sínar hendur og hafði samband við nokkur íslensk fyrirtæki sem lögðu sitt af mörkum til að hjálpa litlu fjölskyldunni. Hann segir frá þessu í færslu á Facebook sem hann gaf DV góðfúslegt leyfi að birta.

„Maður [konunnar] lést árið 2019. Hún átti til 17.000 krónur til að lifa síðustu 15 dagana í apríl. Það sem meira er, sonur hennar 4 ára er með mikla sjónskekkju og var nýbúinn að brjóta óvart ódýr gleraugu sem hann átti,“ segir Örvar Þór.

„Þar sem ég átti lausa stund í gær þá ákvað ég að fara óhefðbundnar leiðir á þessum skrítnu tímum sem heimurinn býr við. Setti mig í samband við þessa fjölskyldu og við mældum okkur mót í Prooptik, sem er gleraugnaverslun í Kringlunni. Ræddi við yfirmann í þeirra verslun og útskýrði stöðu mála. Það stóð ekki á þeirri verslun. Verslunin gaf barninu vönduðustu gleraugun í búðinni sem eru óbrjótanleg og kosta um 60.000 krónur.

Því var næst farið í fataverslun í Kringlunni. Þar fékk móðir að versla boli, sokka, nærföt og skó fyrir börnin og fyrir sig líka. Þá var þessu ekki lokið. Ég hafði samband við framkvæmdarstjóra hjá Cintamani. Eftir að hafa útskýrt fyrir honum stöðu mála þá stóð ekki á þeim heldur. Áttum að koma strax í verslun þeirra inní Garðabæ. Þar tók hann á móti okkur með sumar og vetrarföt á bæði börnin hennar ásamt úlpu á móðir. Pakki uppá 250.000 krónur.“

Þá kom að kveðjustund Örvars og fjölskyldunnar.

„Ég kvaddi svo móðir (sem var tárvot úr gleði) og börnin hennar. Ekki með faðmlagi (þar sem við hlýðum Víði og virðum 2 metra regluna) heldur hlýlegu brosi. Lét hana vita áður en hún settist inní bíl sinn að hún ætti ekki lengur 17 þúsund krónur inná debetkorti sínu heldur 100.000 krónur. Hún á því til pening fyrir mat fyrir sig og börnin út þennan apríl mánuð og getur mögulega gert eitthvað skemmtilegt fyrir börnin sín líka.“

Örvar þakkar Prooptik og Cintamani fyrir ótrúlega góðvild.

Fékk þakkarbréf frá mömmunni

Móðirin sendi Örvari póst áðan sem hann birtir með færslunni. Hann má lesa hér að neðan.

„Sæll Örvar

Mig langaði að þakka þér innilega fyrir allt sem þú gerðir fyrir litlu fjölskylduna mína í gær. Gleðin hjá krökkunum er ólýsanleg. Allt sem þau fengu voru hlutir sem ég hef þurft að láta sitja á hakanum þrátt fyrir að það vantaði nauðsynlega. Fór líka í gær og verslaði stígvél á þau bæði.

Langaði líka að segja þér frá samtali milli mín og sonar míns í gærkvöldi. Hann sagði mér að hann væri alveg viss um að þú værir vinur guðs. Því hann var sko búinn að biðja guð að fá svona úlpu (svarta með loðkraga). Hann er búinn að biðja um svona úlpu í marga mánuði en ég hef ekki haft efni á henni. Svo spurði hann mig hvort ég gæti ekki beðið þig að skila til pabba að hann elskaði hann og saknaði hans. Því jú hann er alveg viss um að þú ert góðvinur guðs þannig þetta var svo sjálfsagt í hans unga huga.

Ég held að ég geti aldrei komið alminnilega í orð þakklætinu sem ég finn fyrir. Og hversu ótrúlega mikil hjálp þetta var. Takk fyrir okkur og takk fyrir gleðina sem ríkir hjá mínum börnum núna <3 “.

Biðlar til landsmanna

Í flestum tilvikum síðustu ár höfum við hjá Samferða góðgerðarsamtökum verið að styrkja þá allra veikustu hér á landi. Alltaf er um að ræða fjárstyrk. Oft er þetta fólk sem er að berjast við krabbamein. Bara á síðustu 14 mánuðum eru 11 einstaklingar látnir sem við höfum verið að styrkja. Fólk á aldrinum 25-70 ára. Yndisleg kona sem við höfum styrkt mikið síðustu ár tapaði sinni baráttu á mánudagskvöldið og kvaddi okkar jarðvist – góða ferð elsku Begga.

Ég líkt og Martin Luther King á mér draum. Ef allir Íslendingar myndu deila þessum status og styrkja okkar samtök um 500 krónur í dag eða á næstu mánuðum þá getum við auðveldlega haldið okkar starfi áfram næstu 10 árin í það minnsta. Getum hjálpað mörghundruð fjölskyldum á hverju ári. Það þarf ekki meira til. Bara 500 kall. Ertu til í það?

Bankaupplýsingar Samferða:

Banki 0327-26-114

Kt. 651116-2870

Einnig er hægt að hringja í 900 númer Samferða:

907-1081 – gefur 1000 krónur

907-1083 – gefur 3000 krónur

907-1085 – gefur 5000 krónur

907-1090 – gefur 10000 krónur

Eins og alltaf þá gefum við öll í stjórn Samferða okkar vinnu. Eins er enginn kostnaður. Sökum þess gefum við alltaf allt sem safnast.

Ef þú lumar ábendingu eða ert með spurningu þá er hægt að senda okkur skilaboð inná Facebook síðu Samferða:

Áfram ÍSLAND.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

35 ára bústaður Eydísar fékk allsherjar yfirhalningu

35 ára bústaður Eydísar fékk allsherjar yfirhalningu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristín Avon blæs á sögusagnirnar um faðerni dóttur sinnar: „Rétt skal vera rétt“

Kristín Avon blæs á sögusagnirnar um faðerni dóttur sinnar: „Rétt skal vera rétt“
Fyrir 5 dögum

Ritstjóri selur útsýnisíbúðina

Ritstjóri selur útsýnisíbúðina
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gleði og gaman í Hörpu þegar Storytel veitti verðlaun

Gleði og gaman í Hörpu þegar Storytel veitti verðlaun
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fjölnir Þorgeirs og Margrét eiga von á barni

Fjölnir Þorgeirs og Margrét eiga von á barni
Fókus
Fyrir 1 viku

Sumarfrísplön þekktra Íslendinga: „Skaftárfell líklega fallegasti staður á jarðríki“

Sumarfrísplön þekktra Íslendinga: „Skaftárfell líklega fallegasti staður á jarðríki“
Fókus
Fyrir 1 viku

Sniðug lausn Sigríðar – Ekkert þvottahús, ekkert vandamál

Sniðug lausn Sigríðar – Ekkert þvottahús, ekkert vandamál
Fókus
Fyrir 1 viku

Telma hljóp 200 kílómetra í apríl – Svona fór hún að því

Telma hljóp 200 kílómetra í apríl – Svona fór hún að því