fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Davíð Óskar yfirheyrður: „Ég er algjör nammigrís“

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 8. febrúar 2020 16:34

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Óskar Ólafsson hefur undanfarin ár haslað sér völl sem einn af okkar fremstu framleiðendum. Hann er metnaðarfullur, ákveðinn og óragur við að takast á við ný og krefjandi verkefni. Nýjasta verkefnið er að leikstýra og ætlar hann sér að gera meira af því í framtíðinni. Davíð Óskar er í yfirheyrslu helgarinnar.

Hvar líður þér best? Heima er alltaf best, en mér finnst ekkert leiðinlegt að vera á ströndinni að slappa af.

Hvað óttastu mest? Að eitthvað komi fyrir börnin mín.

Hvert er þitt mesta afrek? Ég held að það sé að hafa náð að koma mér upp lífi þar sem ég er hamingjusamur. Að ég eigi yndislega fjölskyldu sem styður við bakið á mér og að ég sé að vinna við það sem ég elska.

Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér? Ég hef ekki unnið við neitt nema kvikmyndagerð sem er í raun stórfurðulegt starf. Hvert verkefni er öðruvísi og þú veist í raun aldrei við hverju er að búast.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? „I did it my way.“

Hvernig væri bjórinn Davíð Óskar? Hann væri örugglega léttur, ferskur og seiðandi.

Besta ráð sem þú hefur fengið? Ekki vera hræddur við að mistakast. Hræðsla við mistök er oft það sem stoppar mann af í lífinu.

Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Hengja upp og brjóta saman þvott.

Besta bíómynd allra tíma? Þær eru margar og erfitt fyrir mig að velja á milli.

Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Að geta flogið. Mig hefur oft dreymt að ég gæti hlaupið og tekist á loft og ég man svo greinilega tilfinninguna við að fljúga, þó að það hafi bara verið í draumi. En ef það á að vera eitthvað raunhæft þá vildi ég búa yfir meiri þolinmæði, en ég er að vinna í því á hverjum degi.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Ætli það hafi ekki verið að stofna Mystery og vaða blint út í þennan bransa, en það hefur svo sannarlega verið áhættunnar virði.

Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér? Það er ekki svo mikið orð eða frasar. Það fer kannski mest í taugarnar á mér þegar fólk tjáir sig án þess að vita um hvað það er að tala.

Hvað geturðu sjaldnast staðist eða ert góður í að réttlæta að veita þér? Ég er algjör nammigrís. Ég á erfitt með að narta ekki í eitthvað á kvöldin.

Hvað er á döfinni hjá þér? Ég ætla að reyna að slappa aðeins af á næstunni. Síðasta ár var massíft þar sem ég frumsýndi Brot á RÚV og síðan kvikmyndina Gullregn í janúar. En ég er alltaf að vinna, þannig að samhliða því að slappa af þá er ég að þróa og fjármagna næstu verkefni mín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Í gær

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum