fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Jón Eyþór um Manuelu: „Ég var svolítið hræddur við Ungfrú Ísland sko“

Fókus
Föstudaginn 7. febrúar 2020 08:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manuela Ósk Harðardóttir, áhrifavaldur og athafnakona, og kærasti hennar og dansarinn Jón Eyþór Gottskálksson, voru í Ísland í dag í gærkvöldi.

Í þættinum ræða þau um upphaf ástarsambands þeirra og hvað framtíðin ber í skauti sér. Manuela ræðir einnig um útlitsbreytingar sínar og viðurkennir fúslega að hafa gengist undir nokkrar fegrunaraðgerðir.

Manuela og Jón hafa áður tjáð sig um augnablikið þegar þau vissu að þau væru meira en dansfélagar. Fyrsta stefnumót þeirra var bíóferð, en Manuela bauð Jóni. Þau fara nánar út í þetta í þættinum.

„Ég var alltaf að bjóða honum á deit,“ segir Manuela.

„Ég var líka svolítið til baka sko, ég var svolítið hræddur við Ungfrú Ísland sko. Ekki endilega hræddur en þetta er Manuela Ósk skilurðu,“ segir hann við hlátursköll Völu Matt.

Alltaf blásið upp

Vala Matt spyr Manuelu út í kjaftasögurnar og hvernig hún hefur breyst í útliti.

„Ég meina ég hef alltaf verið mjög opin. Ég er 18 ára gömul þegar ég vinn Ungfrú Ísland og strax þá byrjuðu sögurnar sem ég væri búin að láta gera svo mikið við mig, sem ég hef aldrei, það var ekkert. Þetta hefur alltaf fylgt mér,“ segir Manuela og heldur áfram.

„Þannig þessir litlu hlutir sem ég hef látið gera, sem mér finnst önnur hver kona á Íslandi vera að gera, það er einhvern veginn alltaf blásið upp.“

Manuela bætir við að auðvitað breytist fólk á áratugi eða tveim, en henni hefur aldrei liðið betur í eigin skinni.

„Ég hef alltaf verið opin um varafyllingar, sem er það helsta sem ég hef gert, og ég fer í bótox tvisvar á ári,“ segir hún.  Hún segist líka hafa farið tvisvar sinnum í brjóstastækkun.

„En þegar það er verið að tala um einhverjar rosalegar breytingar þá stundum hristi ég bara hausinn og skil ekki alveg,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro