fbpx
Fimmtudagur 02.apríl 2020
Fókus

Leiðin til bata: Hún neytti fíkniefna daglega 12 ára og 14 ára svaf hún í stigagöngum fjölbýlishúsa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjátíu og fjögurra ára gömul kona losnaði úr viðjum morfínfíknar og ofneyslu á læknadópi árið 2018 og hefur verið edrú í eitt og hálft ár. Fíkniefnaneysla konunnar hófst er hún var 12 ára en athyglisvert er að hún hefur lítið sem ekkert drukkið áfengi.

Konan ólst upp á heimili þar sem mikil fíkniefnanotkun átti sér stað en móðir hennar var fíkill. Tólf ára gömul neytti stúlkan daglega kannabis. Nokkru síðar fór hún úr kannabis í harðari efni. Eftir að hafa verið týnd frá heimili sínu í langan tíma var stúlkan skikkuð í meðferð sem skilaði engum árangri. Þær mæðgur flutti síðan til Danmörku þar sem dóttirin var í daglegri fíknaefnaneyslu árum saman.

Hún kynntist góðum manni og náði að snúa við lífi sínu um tíma. Hún giftist og eignaðist börn en meðfram hjónabandinu og fjölskyldulífinu tók hún að þróa með sér mikla fíkn í morfín og læknadóp. Þessu tókst henni að halda leyndu fyrir eiginmanninum. Fíknin ágerðist og hún þurfti svo stóra skammta að hún var tekin að óttast að hún myndi tapa lífinu vegna ofskammts. Hún elskaði börnin sín en óttaðist að deyja frá þeim. Þessi örvænting varð til þess að hún öðlaðist loksins löngun til að hætta og fór í fyrstu árangursríku meðferðina sína.

Sögu þessa, í miklu ítarlegra og áhugaverðara máli, má heyra í hlaðvarpinu Leiðin til bata. Þar eru viðtöl sem birta átakanlegar en afar áhugaverðar sögu fíkla.

Sjá einnig Facebook-síðuna Leiðin til bata

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

10 kostulegustu Facebook-hóparnir á Íslandi

10 kostulegustu Facebook-hóparnir á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jesús, djöfullinn og Björn – Mikil leynd hvílir yfir kvikmyndinni

Jesús, djöfullinn og Björn – Mikil leynd hvílir yfir kvikmyndinni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yfirmenn Reebok Fitness bornir þungum sökum – „Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slysin gerast“

Yfirmenn Reebok Fitness bornir þungum sökum – „Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær slysin gerast“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta er manneskjan sem ber ábyrgð á öllum óþolandi Tik Tok-dönsunum sem barnið þitt elskar

Þetta er manneskjan sem ber ábyrgð á öllum óþolandi Tik Tok-dönsunum sem barnið þitt elskar
Fókus
Fyrir 1 viku

Ráð fyrir fjölkært fólk til að díla við COVID-19 – „Fyrir fólk sem á fleiri en einn maka getur verið mjög erfitt að vera í sóttkví“

Ráð fyrir fjölkært fólk til að díla við COVID-19 – „Fyrir fólk sem á fleiri en einn maka getur verið mjög erfitt að vera í sóttkví“
Fókus
Fyrir 1 viku

Leifur, níu ára, segir slæmt að eiga afmæli í dag og hlakkar til þess að kórónuhelvítinu ljúki – „Eins og hjá frænku minni sem á afmæli 11. september“

Leifur, níu ára, segir slæmt að eiga afmæli í dag og hlakkar til þess að kórónuhelvítinu ljúki – „Eins og hjá frænku minni sem á afmæli 11. september“