fbpx
Fimmtudagur 15.apríl 2021
Fókus

Missti 100 þúsund fylgjendur eftir að hún birti þessa mynd

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 30. desember 2020 08:59

Billie Eilish. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Billie Eilish er ein vinsælasta söngkona samtímans, aðeins nítján ára gömul. Hún var sigursæl á Grammy-verðlaununum í byrjun árs og sópaði til sín öllum stærstu verðlaununum.

Billie nýtur einnig mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum, hún er með um 73 milljón fylgjendur á Instagram. En hundráð þúsund manns ákváðu að hætta að fylgja stjörnunni eftir að hún birti mynd í Instagram Story. Myndin var af teikningu sem hún hafði gert, þar mátti sjá nokkra nakta kvenlíkama bregða fyrir.

Billie hefur gaman af því að teikna og var að deila með aðdáendum sínum mynd af teikningu sem hún væri stolf af. Billie deildi myndinni, sem má sjá hér að neðan, og skrifaði með:

„Þessi örugglega, lol ég elska brjóst.“

Hún deildi síðan skjáskoti af lásskjá símans síns (e. lock screen) og þar mátti sjá fleiri nakta kvenlíkama.

Glöggur aðdáandi stjörnunnar tók eftir því að Billie missti hundrað þúsund fylgjendur eftir að hún birti myndirnar.

Aðdáandinn vakti athygli á þessu á Instagram og deildi tveimur skjáskotum, sem eru tekin með hálftíma millibili.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Etta F (@sneezeandpepsi)

Billie hafði sjálf gaman af þessu og kallaði fyrrum fylgjendur sína börn.

Fjöldi fjölmiðla hafa fjallað um málið, eins og Cosmopolitan og Fox News. Síðan þá hefur Billie fengið hundrað þúsund fylgjendur og er aftur komin með 73 milljón fylgjendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vissir þú þetta um Macarena? – Lagið sem allir þekkja er ekki eins saklaust og þú heldur

Vissir þú þetta um Macarena? – Lagið sem allir þekkja er ekki eins saklaust og þú heldur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lærðu dansinn við „10 years“ skref fyrir skref

Lærðu dansinn við „10 years“ skref fyrir skref
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Þú getur verið kvenleg og sterk á sama tíma“

Vikan á Instagram – „Þú getur verið kvenleg og sterk á sama tíma“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snyrtifræðingurinn mætti fullur í vinnuna og þetta gerðist – „Hahaha Þú lítur út eins og Ross úr Friends“

Snyrtifræðingurinn mætti fullur í vinnuna og þetta gerðist – „Hahaha Þú lítur út eins og Ross úr Friends“