fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Heiðdís segir að 2020 hafi verið sitt besta ár – „Ég er ekki manneskja sem gefst upp“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 29. desember 2020 13:00

Heiðdís Rós Reynisdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Heiðdís Rós Reynisdóttir tjáði sig um árið 2020 í viðtali hjá Smartlandi. Hún sagði að árið sem nú er að líða undir lok væri sitt besta hingað til, þó hún væri meðvituð um að margir hefðu haft það mjög erfitt. Á móti kemur var árið 2019 erfitt fyrir Heiðdísi, en hún hefur opnað sig um heimilisofbeldi sem átti sér stað það ár.

„Ég veit að 2020 er búið að vera mjög erfitt ár fyrir marga en vil ég segja að það hafi verið mitt besta ár hingað til. Ég lærði margt um sjálfa mig og um aðra. Ég lærði að ég er ótrúlega sterkur einstaklingur og ég get allt sem ég ætla mér. Það voru margar breytingar fyrir mig á þessu ári, meðal annars að flytja til nýs ríkis og hafa loksins mitt eigið heimili sem er mitt.

Árið 2019 var mjög erfitt ár fyrir mig og ef ég hefði sagt við sjálfa mig í fyrra að ég yrði á þeim stað sem ég er í dag myndi ég ekki trúa því. Mér hefur aldrei liðið betur andlega, líkamlega eða fjárhagslega. Ég hef komið sjálfri mér að óvart og ég get tekist á við alla erfiðleika og upplifanir sem er kastað í áttina til mín.“

Vinur Heiðdísar var drepinn

Þegar að Heiðdís var spurð út í lágpunkt ársins hjá sér sagði hún það hafa verið þegar að vinur hennar í Los Angeles var drepinn.

„Það eru ekki margir lágpunktar á mínu ári því eins og ég sagði: Þetta hefur verið eitt af mínum bestu árum en það var eitt atvik þar sem félagi minn í Los Angeles var drepinn og það var mjög sorglegt.“

Þá var hún einnig spurð hvernig hvernig nýtt ár væri að leggst í sig, og þá sagðist hún vera mjög spennt.

„Ég hlakka mjög til næsta árs. Ég er spennt fyrir alls konar hlutum sem ég ætla að koma í framkvæmd. Árið 2020 er búið að leyfa mér að vinna að alls konar verkefnum sem ég er að plana. Ég er mjög spennt að vinna í því og sýna hvað í mér býr og sýna að allt er mögulegt í lífinu. Ég er með „quote“ sem ég bjó til og segi alltaf: „When you say no I turn it into yes when you say it can’t be done I make it happen“. Ég er ekki manneskja sem gefst upp og hlakka ég mjög til að sýna allt sem ég hef að bjóða.“

Í viðtalinu fjallaði hún líka um að hún væri flutt frá Los Angeles til Miami, og um bestu kvikmynd, þáttaröð og lag ársins 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi