fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – Fann hana í loftinu á móteli

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 4. desember 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem á að sýna eiginmann grípa eiginkonu sína glóðvolga á „ástarmóteli“ hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

Í myndbandinu má sjá konuna fela sig í lofti mótelsins eftir að eiginmaðurinn gómaði hana með ungum elskhuga. Atvikið átti sér stað í Filippseyjum.

Þú getur horft á myndbandið á vef The Sun. Samkvæmt miðlinum elti eiginmaðurinn konuna á mótelið og fékk lögreglu til að aðstoða sig við að finna konuna. Fjölmiðlar í Filippseyjum segja að eiginmaðurinn hafi nýlega komið aftur heim eftir að hafa unnið á olíubor í nokkra mánuði. Konan hans var fálát og kuldaleg þegar hann kom heim og byrjaði hann að gruna að það væri ekki allt með felldu.

Mynd/The Sun

Grunsemdir hans jukust þegar eiginkonan fór að vera meira fjarverandi frá heimilinu og sagði að það væri mikið að gera í vinnunni. Eitt kvöldið ákvað eiginmaðurinn að elta konuna þegar hún sagðist þurfa að fara í vinnuna. Hann sá hana hitta yngri karlmann á móteli.

„Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég hringdi í vin minn og hann hringdi í lögregluna,“ segir maðurinn.

Það er ólöglegt að halda framhjá í Filippseyjum, svo þegar lögreglan mætti á svæðið hleyptu hótelstarfsmenn þeim inn í herbergið. Þar var ungi elskhugi konunnar en enginn annar. Föt konunnar voru þó á víð og dreif um herbergið.

Síðan heyrðist hávær hvellur fyrir ofan þá og kvenmannsskór datt úr gati í loftinu.

Konan verður ákærð.

Myndbandið sýnir lögreglumennina skoða gatið þar sem þeir fundu síðan konuna. Þeir reyndu að fá konuna til að koma niður, en hún neitaði þar til kvenkyns lögregluþjónar töluðu við hana.

Eiginmaðurinn.

Konan og elskhuginn voru færð á næstu lögreglustöð, ásamt eiginmanninum sem sagðist vera ákveðinn að kæra þau bæði. Ef konan verður fundin sek getur hún átt von á allt að sex ára fangelsisvist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Í gær

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell