fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Sigríður segir frá erfiðustu ákvörðun lífs síns – „Ég var bara barn og þetta sneri svolítið við lífi mínu“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 19:30

Mynd: Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt var 19 ára nemandi í Menntaskólanum á Akureyri varð hún ófrísk af dóttur sinni. Í kjölfarið tók hún erfiða ákvörðun sem hún mælir ekki með. Sigríður ræddi um þetta ásamt öðru í útvarpsþættinum Sunnudagssögur á Rás 2.

Sigríður segir frá því þegar hún hóf nám við Menntaskólann á Akureyri en hún ákvað að fara þangað þar sem hún átti tvö systkini þar. „Það var mjög fínt þar. Við vorum á heimavist og það voru krakkar alls staðar að, jafnvel Reykvíkingar,“ segir Sigríður og bætir við að hún hafi verið virk í félagslífinu í skólanum.

Það var í Menntaskólanum á Akureyri sem Sigríður kynntist Hallmari Sigurðssyni, eiginmanni hennar heitnum. Þegar Sigríður var á þriðja ári í menntaskólanum varð hún ólétt af fyrsta barni þeirra. Sigríður segir frá því að hún hafi ekki verið sú eina sem varð ólétt á þessum tíma en sex stelpur í hennar árgangi urðu einnig óléttar á sama tíma. „Eitthvað hefur verið að gerast kynlegt í MA,“ segir hún.

Sigríður segir að það hafi ekki verið auðvelt að eignast barn í menntaskóla. „Ég var bara barn og þetta sneri svolítið við lífi mínu,“ segir hún. Sigríður vildi ekki hætta í náminu því þá væru möguleikarnir á því að komast á vinnumarkaðinn minni. Tengdaforeldrar Sigríðar, sem bjuggu á Húsavík, buðu henni að hugsa um barnið fyrir hana á meðan hún kláraði námið. Sigríður segir að ákvörðunin um að senda barnið frá sér hafi verið erfið. „Það var erfiðasta ákvörðunin í lífi mínu og ég mæli ekki með þessu,“ segir hún.

Stundum sá Sigríður barnið ekki vikum saman en hún gerir sér grein fyrir því að þetta hafi ábyggilega líka verið erfitt fyrir tengdaforeldrana. „En þau létu mig aldrei finna fyrir því,“ segir hún. Þegar náminu var lokið tók Sigríður við uppeldi dóttur sinnar og í dag eru þær Sigríður og Herdís afar nánar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát