fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Alda Karen kemur með ráð sem margir segja lífshættulegt – „Ha? Skil ekkert, er þetta alvöru?“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 17:15

Alda Karen Hjaltalín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alda Karen Hjaltalín, vakti mikla athygli í fyrra sem fyrirlesari, þá aðallega fyrir það að segja fólki að kyssa peninga. Þá vakti hún einnig athygli þegar hún kom með viskumolann „Þú ert nóg“ þegar hún hélt námskeiðið Life-Masterclass fyrir fullum Eldborgarsal í Hörpu. Þessi moli var afar umdeildur í netheimum en fólki fannst eins og hún væri að gera lítið úr vandamálum þeirra. Nú er Alda Karen komin með annan mola sem hefur vakið mikið umtal á samfélagsmiðlinum Twitter.

„Ef þú drekkur 10 lítra af vatni á dag hefur þú ekki tíma fyrir óþarfa drama. Drekkum vatn,“ segir í nýlegri færslu sem Alda Karen deildi á Instagram-síðu sinni. Twitter-notandi sem gengur undir nafninu Húmfreyr Sjókort vakti athygli á þessari færslu sem Alda deildi. „Er Alda Karen í alvöru að segja manni að drekka 10 lítra af vatni á dag???“ spurði hann á Twitter og fékk mikil viðbrögð.

Þetta er að minnsta kosti alls ekki ráðlegt og getur verið skaðlegt,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, í athugasemd undir tístinu. Fleiri höfðu sömu áhyggjur og hún. „Ætlar þessi gella bara aldrei að skoða heimildir áður en hún heldur allskonar fram?? 10 lítrar er banvænt,“ segir kona nokkur. „Ha? Skil ekkert, er þetta alvöru? Ekki vera kvíðin, vertu gúrka,“ segir síðan Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

Þá vísar maður nokkur í grein frá Vísindavefnum sem tekur undir með þessu, svona mikið vatn getur verið skaðlegt. „Ef drukkið er mjög mikið magn af hreinu vatni (það getur þurft 10-20 lítra eða meira á dag) fer svo að lokum að styrkur natríums (í matarsalti) í blóðinu lækkar. Lækkað natríum í blóði veldur einkennum eins og máttleysi, rugli og krampa og ef lækkunin verður nógu mikil leiðir það til dauða,“ segir í grein Vísindavefsins um málið.

Kona nokkur vísar þá í eigin reynslu af málinu. „Í verknámi á gjörgæslu í Svíþjóð hitti ég sjúkling sem var með áráttu og drakk 5 lítra af vatni á dag heima hjá sér. Þrátt fyrir hálfan lítra af vökva á dag hjá okkur pissaði hún enn glæru á degi 3,“ segir hún.

Ekki náðist í Öldu Karen við gerð þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kanye West ætlar í klámið

Kanye West ætlar í klámið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda