fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fókus

Lét leysa upp allt fylliefni í vörunum – Sjáðu myndbandið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 11:30

Á myndinni til vinstri má sjá Önnu áður en hún lét leysa upp fylliefnið, á myndinni í miðjunni er hún nýbúin að láta leysa upp efnið og á myndinni til hægri er þetta hún í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan Anna Paul hefur látið leysa upp fylliefni í vörum sínum. Hún segir að aðgerðin hafi verið mjög sársaukafull og varir hennar hafi margfaldast í stærð áður en bólgan hjaðnaði og hún varð eðlileg aftur.

Anna Paul er 21 árs og er með um 900 þúsund fylgjendur á TikTok og um 400 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún fór fyrst í varafyllingar á átján ára afmælisdaginn og hefur farið um fimmtán sinnum síðan þá.

Í þessi fimmtán skipti fór Anna á mismunandi stofur, sumar betri en aðrar. Það skilaði sér í því að fylliefnið „færðist til“ og hún þurfti að leysa upp allt fylliefnið til að „byrja upp á nýtt.“ Anna greinir frá þessu á TikTok.

@annapaul_Why are my lips this colour though omg HAHAHAH ##lipinjections♬ original sound – Anna Paul

Það var ekki leikur einn að leysa upp fylliefnið. Hún þurfti að fara tvisvar og láta leysa upp efnið og segir að það hafi verið mjög sársaukafullt. Strax eftir aðgerðina bólgnuðu varir hennar og margfölduðust í stærð, en sem betur fer hjaðnaði bólgan hratt og eftir sat stór svartur marblettur á efri vör hennar.

Fyrir og eftir að Anna lét leysa upp varafyllingarnar.

Anna bíður nú eftir að komast aftur í varafyllingu.

„Ég lít út fyrir að vera sautján ára aftur, þetta er svo skrýtið […] Ég er náttúruleg aftur, ég fíla það alls ekki,“ segir hún.

„Fólk segir að ég líti betur út án varafyllinganna, en það hefur rangt fyrir sér,“ segir hún og hlær.

„Þið segið það bara því þið hafið bara séð mig með ljótar varafyllingar,“ segir Anna og bætir við að hún ætlar að fara og láta fylla aftur í varir sínar eftir tvær vikur.

@annapaul_The end result will be worth it 😭 ##lipinjections♬ original sound – Anna Paul

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lesið upp fyrir ketti í dag!

Lesið upp fyrir ketti í dag!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kim Kardashian fjarlægði myndir af Harry og Meghan

Kim Kardashian fjarlægði myndir af Harry og Meghan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér