fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fókus

Svakalegar breytingar á Evu þegar hún fer í gervi – Ekki fyrir viðkvæma

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 1. nóvember 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan og skemmtikrafturinn Eva Ruza Miljevic hefur seinustu ár brugðið sér í allra kvikinda líki, með hjálp systur sinnar förðunarfræðingsins, Tinnu Miljevic.

Tinna hefur sem sagt búið til hrollvekjandi gervi og búninga fyrir systur sína sem hefur svo gætt búningana lífi. Þau byrjuðu á þessu árið 2017, en síðan hafa hin svokölluðu skrímsli orðið 9 talsins.

„Við systur byrjuðum á þessum gervum fyrir 3 árum, árið 2017, í kringum Halloween Horror Show sem Gréta Salóme var með. Við erum báðar mjög frjóar a mismunandi sviðum og höfum brallað ýmislegt i gegnum tíðina. Hvort sem það er að leikstýra eða leika i myndböndum, eða búa til efni fyrir samfélagsmiðla og fyrirtæki.“ sagði Eva við blaðamann DV.

Í tilefni að hrekkjavökunni í sem fram fór í gær, setti Eva sig gervi í Dr. Dúlla. Í hlutverkinu var hún kynnir í Halloween Horror Show, sem var á dagskrá K100 í gær.

„Tinna, systir mín er menntaður förðunarfræðingur og var við tökur á Game of Thrones þegar hún kynntist Conor O’ Sullivan, en hann bjó meðal annars til Heath Ledger sem Jókerinn og risann í Game Of Thrones.

Hún fór svo út til Belfast og lærði special effects og prosthetic hjá honum og vann í kjölfarið í 4 seríum af Game of Thrones.

Tinna sér um að skapa skrímslin og ég gæði þetta svo lífi. Þetta er orðin hefð hjá okkur að skemmta fólki með þessu í kringum Halloween og við reynum að fara alla leið í þetta.“

Eva segir að markmiðið sé ekki að hafa þetta eins raunverulegt og mögulegt sé, heldur eigi útkoman að vera sem skemmtilegust.

„Markmiðið okkar er í raun ekkert að gera þetta raunverulegt heldur hafa útkomuna sem skemmtilegasta og ég ljái svo skrímslunum rödd, útgeislun og húmor.“

Blaðamaður spurði Evu hver væri uppáhalds gervið hennar, því svaraði hún:

„Eftir miklar umhugsun, því það er erfitt að gera upp á milli barnanna okkar, þá er okkar uppáhald sá sem er kallaður El Diablo. Hann var ótrúlega sjarmerandi gæji.

Fast á hæla El Diablo kemur Trúðurinn sem við létum hanga úr loftinu heima í stofu. Var klædd í öryggisbelti og var hífð upp með tilheyrandi óþægindum.“

Hér má svo sjá nokkrar myndir af Evu nokkrum gervanna, ásamt systur hennar Tinnu:

El Diablo, uppáhalds gervi systranna.

Eva var Dr. Dúlli í gær

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ertu alltaf að afsaka þig?“ – Hættu því og gerðu þetta frekar

„Ertu alltaf að afsaka þig?“ – Hættu því og gerðu þetta frekar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birgitta Líf eyddi afmælisdeginum í Stóra eplinu

Birgitta Líf eyddi afmælisdeginum í Stóra eplinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór á rúntinn þrátt fyrir beiðni móður sinnar – „Ég rankaði við mér og grátbað um að foreldrar mínir yrðu ekki látnir vita“

Fór á rúntinn þrátt fyrir beiðni móður sinnar – „Ég rankaði við mér og grátbað um að foreldrar mínir yrðu ekki látnir vita“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Anna Kournikova birtir fyrstu fjölskyldumyndina í langan tíma

Anna Kournikova birtir fyrstu fjölskyldumyndina í langan tíma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenskur þjónn gefur gestum fjögur ráð – „Hef ég tekið eftir nokkrum atriðum sem stundum valda vandræðum“

Íslenskur þjónn gefur gestum fjögur ráð – „Hef ég tekið eftir nokkrum atriðum sem stundum valda vandræðum“