fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Einn stærsti fjölmiðill heims fjallar um nöktu Íslendingana – Yfir milljón manns hafa séð auglýsinguna

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 16:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsing Nova sem birtist í gær hefur vakið gríðarlega athygli síðan hún var birt. Nú hefur einn stærsti fjölmiðill heims, The Sun, fjallað um auglýsinguna.

„Símaauglýsing með fullt af nöktum leikurum í íslensku sjónvarpi lætur hjörtun slá hraðar,“ segir í fyrirsögn fréttarinnar sem The Sun birti. Þá lýsir blaðamaður The Sun því sem fram fer í auglýsingunni. „Auglýsingin byrjar með því að fylgja ungri stutthærðri konu í gegnum göng að íþróttavelli. Þegar hún stoppar fer hún hægt úr peysunni sinni og sýnir nakta líkamann sinn áður en hún teygjir hendur sínar og háls. Eftir það sést venjulegt fólk afklæðast, frá manni með rautt hár taka af sér nærbuxurnar á leiðinni í sundlaug til eldri konu sem fer úr brjóstahaldaranum.“

The Sun vitnar í ummæli um auglýsinguna á Twitter. „Var kærastinn minn að senda mér símaauglýsingu með nöktu íslensku fólki? Ég vildi ekki sjá þetta,“ skrifaði einn. „Það er ekki séns að þetta yrði sýnt í bresku sjónvarpi,“ sagði annar.

Þá vitnaði The Sun einnig í Nova og segir hvert markmið auglýsingarinnar er. Textinn sem The Sun birti rímar við það sem Margrét Tryggvadóttir, skemmtanastjóri Nova, sendi DV um auglýsinguna í gær. Þar segir að Nova vilji vekja athygli á mikilvægi geðræktar, þá sérstaklega í sambandi við samfélagsmiðla sem sýni ekki alltaf hlutina í réttu ljósi. Herferðin snúist því um að sleppa glansmyndinni sem birtist á samfélagsmiðlum og velta líkamsvirðingu fyrir sér.

Yfir milljón manns hafa séð auglýsinguna

Auglýsingin hefur þó ekki bara vakið athygli The Sun heldur var henni einnig deilt á eitt stærsta vefsvæði samfélagsmiðilsins Reddit. Um er að ræða vefsvæði þar sem myndböndum er deilt en rúmlega 24 milljónir fylgja vefsvæðinu. Síðan auglýsingunni var deilt þangað hefur hún fengið gríðarlega athygli, um 30 þúsund manns hafa líkað við hana og rúmlega 3.000 manns hafa skrifað athugasemd.

Þegar þetta er skrifað hefur auglýsingin fengið yfir milljón áhorf á myndbandsveitunni Vimeo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“