fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Sunneva blæs á kjaftasögurnar og neitar að vera á sterum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 7. október 2020 15:00

Sunneva Einarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldarnir Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir leyfa fólki að kynnast sér aðeins betur í nýjasta hlaðvarpsþætti Teboðsins. 

Í þættinum svara þær spurningum frá fylgjendum sínum. Þær ræða meðal annars um fegrunaraðgerðir og kjaftasögur.

Sunneva og Birta Líf segjast báðar hafa farið nokkrum sinnum í varafyllingu.

„Við höfum báðar gert það, við höfum gert það saman,“ segir Birta.

Þær rifja upp þegar þær fóru síðast saman. Þær höfðu aldrei áður fengið sér eins mikið magn í einu, tvær sprautur hvor. Sunneva segir að henni fannst hún tilneydd að gera það og endaði með að láta leysa upp efnið.

„Ef þið eruð að íhuga þetta, passið hvert þið eruð að fara,“ segir Sunneva.

„Ég man þegar við vorum að keyra heim og vorum alveg: Við erum búnar að skemma á okkur andlitið,“ segir Birta.

Ekki á sterum

Í þættinum ræða þær einnig um skrýtnustu lygasögurnar sem þær hafa heyrt um sig.

„Það kom einu sinni saga um að ég væri á sterum. Þetta kemur allt frá mjög ungu fólki sem ég held að viti bara ekki betur. En fólk vill alltaf trúa því versta upp á mann og halda að maður geti ekki fengið „six pakk“ nema það sé eitthvað ónáttúrulegt. Þetta eru örugglega skrýtnustu lygasögurnar,“ segir Sunneva og vísar einnig í kjaftasöguna um að hún hafi látið fjarlægja rifbein.

Birta segist ekki hafa lent nýlega í því að fólk sé að dreifa lygasögum um sig, allavega ekki síðan í grunnskóla.

Sunneva segir að hún heyri af kjaftasögunum frá vinkonum sínum, sérstaklega frá þeim sem vinna í félagsmiðstöðvum. „Þær eru að fá þessar sögur frá litlum krökkum, grunnskólakrökkum. Þaðan koma skrýtnustu sögurnar,“ segir hún.

„Þetta er örugglega það leiðinlegasta sem þú lendir í. En ég veit samt um fólk sem hefur lent í miklu verri sögum en ég hef lent í. Bara alls konar sögum. Ég tek líka núna öllu sem ég heyri með fyrirvara,“ segir Sunneva.

Horfðu á þáttinn hér að neðan. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro