fbpx
Mánudagur 26.október 2020
Fókus

Sigrún yngdist við að fá barnabörnin í fóstur – Verkurinn í mjöðminni hvarf

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 16. október 2020 12:30

Dr. Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum dagskrástjóri RÚV, riddarakrosshafi og dósent við Háskólan á Akureyrir, Dr. Sigrún Stefánsdóttir skrifar skemmtilegan pistil á lifdununa.is þar sem hún lýsir heimilisaðstæðum sínum eftir að sonarsynir hennar tveir fluttu inn á heimilið í kjölfar Covid19-faraldursins.

Sigrún er móðir Héðins Svarfdals sem sagði frá ótrúlegum hrakförum sínum í viðtali við DV fyrir skemmstu en hjónin ákváðu að senda synina til dvalar hjá ömmu og afa á meðan þau finna út úr fyrirtækjarekstrinum og Coveid-ástandinu  í Kosta Ríka. Héðinn og eiginkona hans Elva Sturludóttir fluttu til Kosta Ríka fyrir rúmlega tveimur árum og hafa svo sannarlega upplifað allan tilfinningaskalann á tíma sínum þar. Héðinn er lunkinn penni og hefur hlotið verðlaun fyrir skrif sín svo ekki þykir ólíklegt að ævintýri hans og fjölskyldunnar endi á prenti.

 

Sigrún skrifar í pistlinum sem kallast: Það er lús í öðrum bekk,  um gleðina sem fylgir því að hafa drengina á heimilinu en þeir eru ellefu og sjö ára gamlir.

„Aðstæður sem tengjast faraldrinum hafa orðið til þess að við ellismellirnir erum  komnir í tímabundið hlutverk uppalenda. Sonarsynir okkar hafa búið heima hjá okkur í mánuð og sambúðin mun vara fram undir jól eða meðan foreldrarnir bjarga því sem bjargað verður á erlendri grund.“

 

Sigrún segir lífið hafa breyst mikið við komu drengjanna. Nú sé hún laus við verki í mjöðminni og óþarfa pjatt tengt klæðaburði sínum.

„Það er margt undarlegt sem hefur gerst í þessari sambúð ellismellanna og ljóshærðu drengjanna. Í fyrsta lagi hvarf verkurinn í mjöðminni. Það er ekki tími fyrir svoleiðis. Mjúku buxurnar og hlý peysan eru einkennisklæðnaður minn þessa dagana. Enginn tími fyrir pjatt. Matarvenjur heimilisins hafa umturnast. Nú er hafragrautur í morgunverð með sykri og kanel. Í kvöldmat eru fiskibollur, kjötbollur, brún sósa, spagetti, kartöflustappa og heimatilbúnar pizzur svo eitthvað sé nefnt. Hvað á að fara í nestisboxin er áleitin spurning og eru til hrein föt fyrir morgundaginn?“

 

Sigrún segist vera komin í facebook-grúppu fyrir bekk Víkings og sé að læra á heimalærdómskerfið Mentor.

„Ég er komin í facebook-grúppu fyrir 2. bekk, komin með pin-númer fyrir Mentor og búin að fá tilkynningu um að það hafi komið upp lús í bekknum. Mig klæjar enn við tilhugsunina.

Það er sennilega ekki tilviljun að við verðum foreldrar þegar við erum ung og hraust. En við verðum hins vegar að játa að við höfum gaman af þessari áskorun sem hefur orðið til þess að vikurnar fljúga áfram. Það er engin dauð stund. Við sofum betur en áður vegna heiðarlegrar þreytu sem maður var búinn að gleyma að væri til.“

 

Smelltu hér til að lesa pistilinn í heild sinni.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sturlaðar“ kröfur karlmanns fyrir framtíðar kærustu sína

„Sturlaðar“ kröfur karlmanns fyrir framtíðar kærustu sína
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Twitter – „Bauðst til að rassamæla alla fyrir tímann í ræktinni í morgun“

Vikan á Twitter – „Bauðst til að rassamæla alla fyrir tímann í ræktinni í morgun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni“

„Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn