fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fókus

Garðar að gera Mál og menningu klára – „Þetta verður svona Helga Björns stemning“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. október 2020 14:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðar Kjartansson hefur gert tíu ára leigusamning við eigendur húsnæðisins að Laugavegi 18 en þar lagði bókabúð Máls og menningar upp laupana fyrir skömmu. Garðar fær húsnæðið afhent eftir örfáa daga. Bókahillurnar hverfa hins vegar ekki og munu fyllast aftur af bókum.

„Það munu líklega verða fleiri bækur hér en nokkru sinni fyrr,“ segir Garðar í viðtali við DV. Ari Bragason sem hefur ásamt föður sínum rekið fornbókaverslunina Bókina mun færa þann rekstur inn í húsið, í kjallarann. En bækur munu þekkja alla veggi húsnæðisins, hægt verður að kaupa þær en líka bara njóta þeirra á staðnum.

„Innréttingarnar verða fyrst og fremst bækur,“ segir Garðar en staðurinn mun halda nafni bókabúðarinnar og heita Mál og menning. Mikil áhersla verður á lifandi tónlist:

„Við verðum með tónleika hér öll kvöld frá sirka klukkan átta til tíu. Það verður alls konar tónlist í boði, selt inn á suma tónleika og aðra ekki. Síðan verður uppistand,“ segir Garðar, en veitingasala verður á tveimur stöðum í húsinu, á jarðhæð og á sama svæði og kaffihúsið Súfistinn var. Þess má geta að taflborð verður á staðnum.

„Ég hef fengið rosalega góðar undirtektir hjá tónlistarfólki,“ segir Garðar en djasstónlistarmenn hafa sýnt áhuga á því að vera með föst kvöld á staðnum.

Alls enginn næturlífs- og djammstaður

„Þetta verður svona róleg Helga Björns stemning og þetta verður alls enginn næturstaður. Það verður opið hérna frá hádegis til miðnættis alla daga,“ segir Garðar.

Aðspurður um hvenær opnað verði segir Garðar að það ráðist af ástandinu í kórónuveirufaraldrinum. „Fyrsta áætlunin var í desember  en núna hefur allt breyst. Við förum bara í að hafa allt tilbúið og svo opnum við þegar allir opna, eins og maður segir.“

„Ég er ekki að fara að eyða peningum í innréttingar, þær eru allar til staðar hér,“ segir Garðar og svo virðist sem Mál og menning muni vakna til lífsins á ný með meiri músík en áður og léttri djasssveiflu. Ljóst er að staðurinn getur fært aukið líf í miðbæinn eftir að veiran lætur undan síga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Macauley Culkin breytti nafninu sínu árið 2019

Macauley Culkin breytti nafninu sínu árið 2019
Fókus
Í gær

Dóttirin í geðshræringu þegar hún sá söngvarann skegglausan í fyrsta skipti í áratug

Dóttirin í geðshræringu þegar hún sá söngvarann skegglausan í fyrsta skipti í áratug
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rýfur þögnina um umdeilda faðmlagið sem setti allt á hliðina

Rýfur þögnina um umdeilda faðmlagið sem setti allt á hliðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg breyting á systrunum – Hafa misst samtals um 300 kíló

Ótrúleg breyting á systrunum – Hafa misst samtals um 300 kíló