fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Rúnar og Nína höfð að háði og spotti – Telja kotasælu lækna krabbamein

Fókus
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kotasæla, möluð hörfræ, hörfræolía og ávextir.

fjórar matskeiðar af kotasælu
tvær matskeiðar af hörfræolíu
sett í blandara
Síðan ein matskeið af hörfræjum í kaffikvörn
og saman við bláber, banana og perur

Njótið!“

Þetta segja hjónin Rúnar og Nína og vísa þau þarna á blöndu sem að eigin sögn gengur upp sem lækning við krabbameini. Ummæli þessi þykja gríðarlega umdeild á meðal netverja og hefur þessum ráðum þeirra verið víða dreift.

Á sameiginlegum Facebook-aðgangi hjónanna skrifuðu þau athugasemd við frétt á Vísi. Fréttin fjallaði um rannsókn sem sýnir að mögulega sé hægt að lækna allar tegundir krabbameins með nýrri aðferð.

Hermt er að vísindamenn frá Cardiff í Wales hafi uppgötvað nýja tegund hvítra blóðfruma sem eru búnar þeim hæfileikum að geta fundið og eytt flestum tegundum krabbameinsfruma, án þess að ráðast á heilbrigðar frumur. „Hér er möguleiki á því að lækna hvern einasta sjúkling. Hingað til hefur enginn talið mögulegt að þetta sé hægt,“ sagði prófessorinn Andrew Sewell við blaðamann BBC en hann er einn þeirra sem kom að rannsókninni.

Þau Rúnar og Nína segja þau að þau hafi notast við tiltekna blöndu, þessa sem samanstendur meðal annars af kotasælu, hörfræjum og ávöxtum, í nokkrar vikur. Þau telja virka gegn flestu í þessum málum þegar spurð að því hvort þetta hafi læknað krabbamein í þeirra tilfelli.

Í kjölfar þessara ráða stóðu ekki netverjar á sínum skoðunum. Í svari við innleggi hjónanna segir einn afar skýr:

„Að borða kotasælu er ekki að fara að lækna neinn af krabbameini. Það getur verið að fólk hafi ekki verið að borða rétt í langan tíma, eða að líkaminn eigi erfitt með að vinna úr einhverjum vítamínum eða álíka, þess vegna „líður þeim strax betur,“ við að borða eitthvað sem inniheldur vítamín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar